Fylltar kjúklingabringur með basiliku, mozzarella og parmaskinku


IMG_6222

Ég er með nokkrar girnilegar jólauppskriftir í handraðanum sem ég ætla setja hér inn á bloggið en ætla samt að setja inn smá hollustu núna í kvöld, svona til að vega upp á móti sætindunum sem eru á leiðinni! Svo ætlaði líka þjálfarinn minn í ræktinni að kíkja á bloggið mitt (hæ Árndís!) og þá lítur betur út fyrir mig að hafa færslu með kjúklingi og kúskús frekar en einhverju gúmmelaði! Annars er hætta á að ég verði sett í að hlaupa upp og niður tröppurnar í ræktinni oftar en hinar í hópnum! 🙂

Þennan rétt hámuðum við í okkur fyrr í kvöld áður en við fórum í kvöldsund. Ég setti saman hitt og þetta sem mér finnst gott og útkoman varð rosalega góð verð ég að segja. Enda eru þetta hráefni sem geta ekki klikkað saman. Eins og ég hef sagt áður er ég ekki mjög hrifin af sólþurrkuðum tómötum en í þessum rétti njóta þeir sín mjög vel.

IMG_6229

Uppskrift

  • 8 kjúklingabringur
  • 125 g sólþurrkaðir tómatar
  • ca. 1-2 dl rifinn ostur
  • 1 mozzarella ostur (kúlan í bláu pokunum, 120 g)
  • fersk basilika (ég notað heilt box frá Náttúru, 30 g)
  • 8 sneiðar parmaskinka
  • 1.5 dl ólívuolía
  • 2 msk balsamedik
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 3 tsk dijon sinnep
  • salt og pipar

Ofninn stilltur á 210 gráður. Kjúklingabringurnar lagðar á bretti með sléttu hliðina niður annað hvort í litlum plastpokum eða plastfilma lagt yfir þær. Svo eru þær flattar dálítið út með kjöthamri eða kökukefli (ég barði þær nú bara með kökukeflinu!), því næst eru þær saltaðar og pipraðar.

Rifinn ostur, mozzarellaostur, sólþurrkaðir tómatar og basilika sett í matvinnsluvél og keyrt í ca 10 sekúndur eða þar til blandan er grófmaukuð. Fyllingin sett inn í kjúklingabringurnar og einni parmaskinku vafið þétt utan um hverja bringu. Gott er að nota tannstöngla til að loka bringunni enn betur. Bringunum er svo raðað í eldfast mót, ekki alveg þétt upp við hvor aðra því það lengir eldunartímann. Ólífuolíu, balsamedik, hvítlauksrifum og sinnepi hrært saman og dreift yfir bringurnar. Ég átti smá afgang af fyllingunni og bætti henni út í sósuna áður en ég dreifði henni yfir kjúklinginn. Bakað í ofni við 210 gráður í ca. 30 mínútur þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með kúskús eða hrísgrjónum og salati.

IMG_6237

8 hugrenningar um “Fylltar kjúklingabringur með basiliku, mozzarella og parmaskinku

  1. Vorum að enda við að sporðrenna þessum og…nammi namm! Algjört lostæti 🙂 Meira að segja 3 ára guttinn hámaði þetta í sig með öllu gúmmelaðinu inní. Þessi er kominn í uppáhalds kjúklingaréttasafnið. Takk fyrir okkur 🙂

  2. Ég er að hugsa um að gera þennan í kvöld 🙂 eitt sem ég var að spá í er hvað er 1 mossarella ostur mikið? er það svona rifinn mossarella poki?

  3. Prófaði þennan rétt og allir sammála í fjölskyldunni, rosalega góður, namm, namm 🙂
    P.S flottar uppskriftir hjá þér og flott síða, gaman að fylgjast með þér hérna 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.