Gulrótarkaka með súkkulaði og eplum


Gulrótarkökur eru rosalega góðar, sérstaklega þær sem eru safaríkar og bragðmiklar. Þessi er ein af þeim, þetta er dásamlega góð uppskrift. Þessi gulrótarkaka er best daginn eftir að hún er bökuð.

Uppskrift:

 •  3 stór egg
 • 2.5 dl matarolía (t.d. sólblómaolía)
 • 200 gr. sykur
 • 150 gr púðursykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 2 tsk kanill
 • 1/2 tsk múskat
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 320 gr. hveiti
 • 100 gr. suðusúkkulaði, fínsaxað
 • 400 gr gulrætur, rifnar
 • 1-2 græn epli, rifin

Rjómaostakrem

 •  100 gr. smjör, við stofuhita
 • 200 gr. flórsykur
 • 200 gr. rjómaostur, við stofuhita
 • 3 tsk vanillusykur

Aðferð:

Hitð ofinn í 180 gráður. Þeytið saman egg, sykur og olíu þar til blandan verður ljós. Bætið út í hveiti og öðrum þurrefnum og blandið varlega saman. Bætið við súkkulaði, rifnum gulrótum og rifnum eplum og blandið við deigið. Bakið í lausbotna smurðu formi (25 cm) í miðjum ofni í 50-60 mínútur.

Krem:

Hrærið saman smjör og flórsykur þar til það verður létt og ljóst, bætið þá við rjómaostinum og vanillusykri. Smyrjið kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.

7 hugrenningar um “Gulrótarkaka með súkkulaði og eplum

 1. Þessi gulrótarkaka er alveg dásamlega góð! Notaði kökuuppskriftina en setti á hana rjómaostakrem með hvítu súkkulaði. Hrikalega gott! Annars alltaf jafn frábært blogg hjá þér. Ég er alltaf að skoða uppskriftirnar þínar og nota þær mikið 🙂

  • Frábært að heyra það Kristín! 🙂 Ég var næstum því búin að gleyma þessari, ég þarf að baka hana aftur við fyrsta tækifæri, hún er svo góð! 🙂

 2. Takk fyrir þessa uppskrift, ég hef gert hana oft við mikla hrifningu konu og barna stórra sem smárra 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.