Sólskinskaka með eplum


Þegar við Elfar hófum búskap í janúar 1992 var ég 19 ára gömul. Það fyrsta sem ég keypti til heimilisins var bók til að skrifa uppskriftir í. Framalega í bókinni, sem er orðin ansi lúin í dag, er uppskrift af sólskinsköku með eplum. Samviskusamleg hef ég skráð að uppskriftin er skrifuð niður árið 1993 og kemur frá mömmu! 🙂 Þetta er einföld en góð eplaka. Ég hef breytt henni lítisháttar. Í uppskriftinni er eplunum velt upp úr sykri eingöngu. Ég velti þeim upp úr kanil og örlitlum sykri. Auk þess hef ég minnkað sykurmagnið dálítið í kökunni. Um daginn voru hér nokkuð mörg börn í húsinu eins og svo oft áður í sumarfríinu. Ég ákvað því að baka þessa köku fyrir kaffitímann og fékk með mér litla hjálparkokka í verkið!

Hráefni:

  • 150 gr. smjör
  • 3 egg
  • 1.5 dl. sykur
  • 2.5 dl. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft.
  • 3 græn epli, afhýdd og sneidd í báta, velt upp úr kanil og dálítlum sykri.

Aðferð:

Ofninn er stilltur á 180 gráður og kringlótt smelluform smurt. Smjör brætt og kælt dálítið. Sykur og egg þeytt létt og ljóst og smjöri hrært saman við. Hveiti og lyftidufti bætt út í og deiginu helt í kökuformið. Eplin eru afhýdd, kjarninn skorin úr og þau sneidd í báta. Þeim velt upp úr kanel og smá sykri og stungið ofan í deigið. Reyndar notuðum við aðferð sem hjálparkokkunum hugnaðist vel, settum bara allt í poka og hristum!

Kökuformið er frábærlega sniðugt, keypt í Duka fyrir nokkrum árum. Diskurinn þolir bæði ofn og frysti og formið hentar því vel fyrir kökur sem maður vill ekki þurfa að hvolfa til þess að ná þeim úr forminu, t.d. ostakökur. Smelluformið er bara losað og kakan borin beint fram á disknum sjálfum.

Kakan er bökuð í ca. 40 -50 mínútur og borin fram heit. Ekki er verra að bera fram með henni þeyttan rjóma eða ís á tyllidögum! Hluti af kökunni hjá okkur var eplalaus þar sem eitt barnanna vildi eplalausa eplaköku! 🙂

9 hugrenningar um “Sólskinskaka með eplum

  1. Bakvísun: Uppáhalds í eldhúsinu | Eldhússögur

  2. Bakvísun: Súkkulaði- og bananakaka | Eldhússögur

    • Sæl Elín. Ég keypti þetta form í Duka fyrir nokkrum árum. Ég hef séð svipað form í Kokku nema þá er formið sjálft úr sílíkoni.

  3. Takk fyrir þessa frábæru uppskrift. Einföld, mjög góð og heppnast alltaf. Hef bakað hana svona 5-8 sinnum og aldrei sneið í afgang. 😉 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.