Ég get ekki annað en komið mér beint á efninu í dag! Ég bakaði svo svakalega góða köku að það hálfa væri nóg! Hún var svo góð að þegar ég mundaði myndavélina skömmu eftir að kakan kom úr ofninum þá var bara 1/4 eftir af henni! Ef ég reyni að lýsa þessari köku þá er botninn dásamlega djúsí og blautur súkkulaðikökubotn. Bananakakan sem liggur ofan á súkklaðibotninum er mátulega sæt og pínulítið stökk, með ferskum og suðrænum bananakeim, þessi blanda gerir þetta eina þá bestu köku sem ég hef bragðað! Það er svo gott við þessa köku að hún er ekki massív og er líka svo passlega sæt. Það er sko vel hægt að fá sér þrjár sneiðar – hverja á eftir annarri … ekki það að ég hafi gert það samt! Ókei, ókei, ég viðurkenni það!! Ég var satt best að segja búin að halda mér frá sætindum í viku áður en ég, grunlaus um hvað í vændum væri, bakaði þessa köku! Eins og lög gera ráð fyrir varð ég auðvitað að smakka pínulítinn bita af kökunni. Fyrir bloggið sjáið þið til. Áður en ég vissi af var ég búin með þrjár sneiðar, ég gat bara ekki hamið mig, kakan er algjört sælgæti! Þar með var sætindisbindindið rofið með stæl- takk blogg!!
Athugið að kakan (þ.e. súkkulaðibotninn) er mjög blaut, hún á að vera það. Það er því hálfvonlaust að ætla að færa kökuna á kökudisk. Ég er reyndar svo heppin að eiga frábært kökuform sem er eins og kökudiskur sem smelluforminu er smellt beint á (sést hér). Formið mitt er 26 cm, þess vegna varð kakan hjá mér frekar þunn. Mér fannst það ekkert koma að sök. En ef þið viljið þykkari köku þá er betra að nota 22 cm eða 24 cm form. Þá þarf jafnvel líka að bæta við örfáum mínútum við bökunartímann. Það er líka mikilvægt að hræra, ekki þeyta, deigið í kökuna. Það þýðir að nota á hrærarann á hrærivélina, ekki þeytarann.
Nú er ég búin að mæra kökuna svo mikið að þið eruð væntanlega komin með miklar væntingar! 🙂 Ég held að kakan standi undir þessum væntingum því allir fjölskyldumeðlimir á okkar heimili kolféllu fyrir kökunni. Pabbi kom í heimsókn og fékk þá eina sneið (hann var sem sagt aaaðeins viljasterkari en ég!) ásamt kaffi (borið fram á sjúklega sæta stellinu frá Cup Company) og hann slóst samstundis í aðdáendalið okkar hinna! Nú þurfa allir að skella í eina svona köku og láta svo vita hvað ykkur finnst! 🙂
Uppskrift:
- 150 g smjör, brætt
- 0.5 dl olía (ekki ólívuolía)
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 3 dl hveiti
- 1/4 tsk salt
- 2 1/2 msk kakó
- 1 tsk vanillusykur
- 1 þroskaður banani, stappaður
- 1 tsk vanillusykur
Langar að prófa þess, hvað er mikið salt í henni ?
úps, það datt út. Er búin að setja saltið inn, það var sem sagt 1/4 tsk
Hvað á að vera mikið af salti það kemur ekki fram í uppskriftinni?
sá ekki svarið 🙂
Búin að setja það inn, það er 1/4 tsk salt! 🙂
Þessi kaka er alveg geggjuð! Ég bakaði hana í gær og stalst strax í smá smakk og hún var guðdómleg. Setti hana svo í ísskáp yfir nótt og hitaði hana aðeins aftur í ofni og borðaði með vanilluís í dag og og hún var guðdómleg! Algjör klessukaka, var eiginlega bara eins og pie en mjög góð.
Takk fyrir góða síða, skoða hana reglulega!
Takk Lovísa fyrir góða kveðju, frábært að heyra þetta! 🙂
…haha guðdómleg 2x, en jæja hún var svo góð! og svo vildi ég þakka þér fyrir góða síðU en ekki síðA 😉
Frábært Lovísa! Ég er ekki hissa á að fleiri en okkur finnist þessi kaka guðdómleg! 🙂
Hlakka til að prófa þessa á morgun 🙂
Þessi kaka fór í heilu lagi á utan á mig… ekkert hægt að stoppa eftir eina sneið. Ömurleg kaka fyrir fólk eins mig sem hefur ekki snefil af viljastyrk!
Ertu til í að gefa einu sinni uppskrift af vondri köku eða allavega bara sæmilegri 🙂
Hahaha Mandý mín, ég tek á mig alla sök! 🙂 Leyfðu mér að hugleiða þetta með að gefa uppskrift af vondri köku …. hmmm – nei! 😉
haha ég ætla að baka þessa í eftirmat í kvöld af því að ég hata bananabragð…..þá fæ ég mér örugglega ekki:)
Helga mín, málið er einmitt með þessa köku að maður finnur ekki svo mikið bananabragð, bara eitthvað gott suðrænt og ferskt bragð! 🙂 Besta mælistikan á þetta er að Jóhanna mín hatar banana og allt með bananabragði – en hún elskaði þessa köku! Vertu því viðbúin því að það leggist á þig svona um það bil hálf kaka! 😉
Mmmm þessi kaka er dásamleg 🙂 verður sko bökuð aftur
Æðislegt, takk fyrir að skilja eftir komment! 🙂
Þessi er í ofninum núna.. breytti henni smá, setti dl af avagesýrp í stað sykurs og burbonvanillukorn í stað vanillusykurs, notaði svo gróft speltmjöl… deigið kom vel út og smakkaðist bara vel… setti líka 2 banana í stað eins og stráði aðeins kókosmjöl yfir áður en kakan fór í ofninn 🙂 Takk annars fyrir góðar uppskriftir í gegnum tíðina
Takk fyrir kveðjuna Sigurlín! Spennadi að heyra hvaða breytingar þú gerðir! 🙂
Ég bakaði þessa í dag og hún er æðisleg! Ekki spillir fyrir hvað hún er einföld og fljótleg 🙂 Kærar þakkir fyrir frábæra síðu – sem er í mjög miklu uppáhaldi 🙂
Takk fyrir kveðjuna Anna Björg, ég er sammála, þessi kaka er æði! 🙂
Bakaði þessa á uppstigningardag, hún kláraðist auðvitað áður en ég hafði tækifæri til að fá mér nema tvær sneiðar 🙂 Verulega góð!
Gott að heyra Jensína, næst skaltu reyna að næla þér í fleiri sneiðar! 😉
Þvílík dásemdar kaka! Held ég hafi aldrei séð köku klárast jafn fljótt og þegar þessi var sett á borðið!
Komin næstum því vika síðan ég gerði hana og hún er ennþá dásömuð 🙂
Einmitt Harpa! Hvað er eiginlega með þessa köku!? 😉 Hún er svo fáránlega einföld en svo sjúklega góð! 🙂
Sé ekki þessa uppskrift þegar ég fer í uppskriftir, bara þegar ég fer í leita. Undir hvaða dálk er hún ?
Sæl Halla Björk! Þessi uppskrift var ekki enn kominn inn í „uppskriftir“, ég er búin að trassa að setja inn nýjustu uppskriftirnar í listann! En núna er kakan komin undir bæði „eftirrétti“ og „kökur og tertur“! 🙂 Ég mæli svo sannarlega með þessari köku – hún er dýrðlega góð! 🙂
Takk ætlað einmitt að gera hana á morgunn
Hvaða olía hentar best? Og afhverju ekki olívuolía? 🙂 get ég notað kókosoliu? Er orðin of spennt að gera þessa en á bara olívu- og kóskosolíu
Ólífuolía er ekki hentug í kökur því hún er of bragðsterk, maður vill ekki frá ólífubragð af kökunni. Ég notaði isio 4 olíuna en kókosolía er líka í lagi því hún er bragðlaus. Gangi þér vel! 🙂
Okey æði 🙂 takk kærlega fyrir þetta. Ætla að prófa með kókosolíunni 🙂
Bakvísun: Súkkulaði-bananavöfflur | Eldhússögur
Sæl! Takk fyrir uppskriftina að þessari dásamlegu köku. Í síðustu viku leitaði ég að bananaköku hjá þér þar sem ég var með nokkra banana sem voru á síðasta sjéns. Síðan er ég búin að baka hana tvisvar!!! Takk einnig fyrir fallegt matarblogg, alltaf gaman að líta hér inn 🙂
En hvað það var skemmtilegt að heyra Guðrún! Takk fyrir kveðjuna og hrósið! 🙂
Hvar færðu svona flott kökuform?
Mitt fékkst í Duka fyrir nokkrum árum og er ekki til en það er til svipað form í Kokku. http://www.kokka.is/vorur/bakstur/koku-_og_bokuform/?ew_3_cat_id=17803&ew_3_p_id=22710011
Hæ, getur maður notað vanillu duft i staðinn fyrir vanillusykur ?
Já, það er ekkert mál Ásta! 🙂
Langar að baka þessa köku NÚNA :)…en á ekki vanillusykur, má ekki nota bara dropa í staðinn?
Jú, það er ekkert mál Jóhanna! 🙂
jæja þessi kaka kom út úr ofninum fyrir ca 20 mín og við hjónin erum hálfnuð með hana
:)…mjög góð. Takk fyrir góða og skemmtilega síðu.
Ohh, en gaman! 🙂 Takk fyrir góða kveðju! 🙂
Ætla að prófa þessa í kvöld,hvað með að hafa hana bara í eldföstumóti?
Veir það er ekki eins fallegt en ef það er vandamàl að nà henni úr forminu?
Ég held að það væri vel hægt. Þá myndi maður bara nota skeið til þess að ná henni úr forminu svipað eins og ef þetta væri pæ. 🙂
Einföld en að sama skapi alveg frábær kaka !
Gaman að heyra Kristinn, takk fyrir kveðjuna! 🙂