Bismark ís með myntusúkkulaði og hindberjum


IMG_0787 IMG_0797Eftir að hafa lukkast vel með útfærslu á Toblerone ísnum um daginn fór ég að hallast á þá skoðun að kannski væri ég meira fyrir ís en ég áður hafði haldið. Allavega er ég búin að búa til tvo ísa til viðbótar sem ég ætla að hafa í eftirrétt yfir jól og áramót sem mér fannst vera hnossgæti. Í þessum tilraunum mínum komst ég líka að því hvað það er óskaplega skemmtilegt að prófa sig áfram með hinar ýmsu útfærslur á ísum og sjaldnast hægt að mistakast þegar allskonar gúmmelaði er blandað saman við þeyttan rjóma! 🙂

IMG_0802

Uppskriftin sem ég ætla að færa inn á bloggið í dag er af ofboðslega fallegum ís með frísklegu hindberjabragði sem kemur skemmtilega út á móti bismark og myntusúkkulaðibragðinu. Ég notaði súkkulaðifylltan myntubrjóstsykur sem gefur bæði ljúffengt en jafnframt hátíðlegt bragð af ísnum.

marianne

Uppskrift:

  • 5 eggjarauður
  • 1 msk sykur
  • 5 dl rjómi
  • 1 kassi Fazermint myntufyllt súkkulaði (150 g)
  • 1 poki Marianne súkkulaðifylltur myntubrjóstsykur (120 g)
  • 300 g frosin hindber, afþýdd.

Rjóminn er þeyttur og lagður til hliðar. Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst. Myntubrjóstsykur er mulinn fremur smátt í matvinnsluvél. Fazermint myntusúkkulaði er saxað niður. Hindber eru maukuð með gaffli. Þeytta rjómanum er blandað varlega saman við þeyttu eggjarauðurnar með sleikju og söxuðu súkkulaði, muldum brjóstsykri og maukuðum hindberjum blandað varlega saman við. Sett í ísform eða ca. 24 cm smelluform og fryst í að minnsta kosti 5 tíma.

IMG_0801

11 hugrenningar um “Bismark ís með myntusúkkulaði og hindberjum

  1. Bakvísun: Pizzabrauð | Eldhússögur

  2. Ætlað hafa þessan girnilega ís um jólin en finn ekki myntubrjóstsykurinn hvar keyptir þú þinn poka ?

      • Takk fyrir að svara alltaf svona fljótt 🙂
        Fór í dag og fann þetta í Krónunni í Lindum

      • Gott að þú fannst hann! 🙂 Ég reyni alltaf að svara eins fljótt og ég get – takk sjálf fyrir að gefa mér alltaf svo góða gagnrýni! 🙂

  3. Gleðilegt nýtt ár 🙂
    Þessi ís heppnaðist rosalega vel um jólin allir mjög ánægðir með hann. Var í eftirétt á Gamlárs og var með Roastbeef með bearnaise i aðalrétt sssvvvvo gotttt og hafði grænmetið og karftöflurnar með sem þú ert með í uppskriftinni af lambahryggnum með jólaölinu.
    Algjör æði 🙂

  4. Bakvísun: Fimm ljúffengir ísar fyrir hátíðarnar | Eldhússögur

  5. Bakvísun: Bismark A�s meA� myntusA?kkulaA�i og hindberjum | Hun.is

  6. Halló mig langar svo að prufa þennan en hefurðu prófað hann með frosnum jarðarberjum ? Mig langar svo að vita hvernig það er eða hvort það sé eitthvað verra ? Eru hindberin súrari ? Kveðja Ellen

    • Ég hef ekki prófað en að er örugglega bragðgott að nota jarðaber. Þar sem jarðaberin eru þéttari í sér en hindber þarf bara að passa að mauka þau vel og passa að þau verði ekki í stórum klumpum í ísnum, þá getur verið erfitt að bíta í gegnum þau frosin.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.