Marengsterturúlla með hnetusmjörskremi og banönum


IMG_0595

Mér finnst Pavlovu marengs ægilega góður og það er lítið mál að gera slíka marengstertu að rúllu. Hér prófaði ég mig áfram með að búa til krem úr hnetusmjöri og ég notaði líka hættulega góðu Dumle snacks molana í kremið. Þegar ég geri eitthvað úr hnetusmjöri þá get ég sjaldan staðist þá freistingu að smygla banönum með í uppskriftina og hér pössuðu þeir eins og hönd í hanska við kremið. Hnetusmjör, bananar og Dumle snacks með mjúkum Pavlovumarengs – þetta getur ekki klikkað! 🙂

Marengsterturúlla með hnetusmjörskremi og banönum.

 Marengs:

·      5 eggjahvítur

·      2,5 dl sykur

·      1 tsk edik

·      2 tsk kartöflumjöl eða maíssterkja

·      1 tsk vanillusykur

 Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur þeyttar og sykri bætt út í smátt og smátt þar til allt er stífþeytt. Í lokin er ediki, kartöflumjöli og vanillusykri bætt út í. Ofnplata er klædd með bökunarpappír og marengsinum smurt á bökunarpappírinn þannig að hann myndar ca. 35×30 cm ferning. Bakað í ofni við 175 gráður í um það bil 15 mínútur eða þar til marengsinn er gullinbrúnn. Þegar marengsinn hefur kólnað er honum hvolft á nýjan bökunarpappír og súkkulaði – og hnetusmjörskreminu smurt á.

Súkkulaði- og hnetusmjörskrem

·      50 g smjör við stofuhita

·      200 g flórsykur

·      200 g Nusica heslihnetu- og súkkulaðikrem

·      200 g Philadephia rjómaostur, við stofuhita

·      175 g Dumle snacks karamellur, skornar í litla bita

·      2 stórir bananar, skornir í sneiðar

Smjör og flórsykur þeytt þar til létt og ljóst. Þá er súkkulaði- og hnetukreminu bætt út í og að lokum rjómaostinum. Þegar allt hefur blandast vel saman er niðursneiddum banönum og Dumle karamellum blandað varlega saman við kremið með sleikju. Kreminu er smurt yfir marengsinn og honum rúllað upp með hjálp bökunarpappírsins. Skreytt með Dumlekremi og Dumle karamellum.

Dumle krem

·      60 g Dumle orginal karamellur , skornar í bita

·      1-2 msk rjómi eða mjólk

·      nokkrar Dumle orginal karamellur til skreytingar

Karamellurnar bræddar í potti við vægan hita og mjólk eða rjóma bætt út í þar til hæfilegri þykkt er náð. Þá er kreminu dreift yfir marengsrúlluna og skreytt með nokkrum Dumle karamellum. IMG_0590

 

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.