Pizzabrauð


Pizzabrauð

Nú er jólaundirbúningurinn að ná hámarki. Ég fór í síðustu viku til Boston og átti þar mjög ljúfa daga. Veðrið var ótrúlegt, 15-16 stiga hiti og sól, sumarblómin höfðu enn ekki fölnað! Bostonbúar voru agndofa yfir þessu veðri enda vanir vetrarhörkum. Það var ákaflega gott að fá smá frí frá kulda og klaka enda gengum við borgina enda á milli þessa fimm daga sem við dvöldum þar, heila 60 kílómetra samkvæmt gönguappinu. Það var afar gaman að skoða borgina en einna skemmtilegast var að fara á jólatónleikana hjá synfóníuhljómsveit Boston ásamt kór. Mér tókst hér um bil að kaupa allar jólagjafirnar líka. Ég reyndi að panta sem mest og lét senda á hótelið þannig að ég þyrfti ekki að vera að leita í búðunum. Nú þegar jólagjafirnar eru frá get ég farið að einbeita mér að matarstússi. Ég verð með hefðbundinn mat á aðfangadag, hamborgarhrygg. Á jóladag er ég með hangikjöt en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað verður í matinn á annan í jólum. Ég er komin með nokkrar tegundir af ísum inn í frysti, allt nýjar tegundir í ár, meðal annars ný uppáhaldsútgáfa af Toblerone ís og svo dásamlega góður Bismark ís með myntusúkkulaði og hindberjum

Í dag langar mig hins vegar að færa hér inn á bloggið afar góða og einfalda uppskrift að ljúffengu pizzabrauði. Á morgun förum við á hefðbundið ættarjólaball þar sem allir koma með eitthvað á hlaðborð. Mér finnst sjálfri alltaf gott að fá mér eitthvað brauðkyns á slíkum hlaðborðum og þetta pizzabrauð myndi sóma sér vel þar.

Uppskrift:

 • 2 bréf þurrger (11.8 g bréfið)
 • 1 tsk hunang eða sykur
 • 3 dl volgt vatn
 • 1 tsk salt
 • 2 msk olía
 • 8-10 dl hveiti

Fylling:

 • 2-3 dl góð pizzasósa
 • 200 g pepperóni
 • ca. 300 g rifinn ostur
 • 2 mozzarellakúlur (120 g stykkið)
 • heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum eða annað gott krydd

IMG_7580

Gerið er leyst upp í volga vatninu ásamt hunangi eða sykri þar til blandan byrjar að freyða, tekur ca. 10 mínútur. Hveiti og salti blandað saman við olíuna. Um það bil helmingnum af þessari blöndu er bætt út í gerblönduna og unnið með hnoðkrók í vél eða í höndum. Smátt og smátt er hveitiblöndunni bætt saman við og hnoðað þar til deigið hefur fengið passlega áferð, hvorki of blautt eða of þurrt. Þá er blautur klútur lagður yfir skálina og deigið látið hefast í 30 mínútur á hlýjum stað. Því næst er deiginu skipt í tvennt og hvor helmingur fyrir sig flattur út í rétthyrning, ca. 25 x 40 cm.

IMG_7587

Pizzasósunni er dreift á báða helmingana ásamt pepperóni, rifnum osti og niðurskornum mozzarella. Kryddað með góðu kryddi, t.d. heitu pizzakryddi, oregano og/eða basiliku. Þá er pizzunum rúllað upp frá langhliðinni og þær lagðar á ofnplötu klædda bökunarpappír. Rúllurnar eru penslaðar með vatni eða olíu og kryddaðar með saltflögum, pizzakryddi eða oregano. Rúllurnar látnar hefast í 30 mínútur. Ofn hitaður í 200 gráður og rúllurnar bakaðar í 30-35 gráður.

IMG_7589 IMG_7594

8 hugrenningar um “Pizzabrauð

 1. Heil og sael,
  Enn ein aedisleg uppsrkift fra ther min kaera. Mjog gott braud. Bondinn sa um deigid og eg fyllti, baetti vid parmesjan osti 🙂

  Bjo til thessa finu pizzusosu einnig:
  I litlum potti let malla i fimm minutur:

  tvaer litla tomato paste (70 gr hver dos)

  vatn einn rett ruman dl

  3/4 teskeid af efirfarandi:

  Majoran
  Basil
  Oregeno

  half tsk af:

  Cayenne pipar
  Chilli flogur
  pipar

  salt eftir smekk

  ein tsk af hunang

  2 litlir hvitlauksgeirar pressadir

  Og svo langar mig ad deila med ther dasamlega godum is sem er enga stund ad gera og er eggjalaus.

  3 pelar rjomi stiftheyttur

  ein dos sweetened condensed milk

  hellt ut i rjomann

  100 gr sudusukkuladi smatt skorid

  ein tsk vanilludropar

  Eg stiftheyti rjomann og set svo mjolkina, sukkuladi og vanilludropar og snogg hraeri. Set svo i box med loki og frysti.

  Og svo mokkais i lokin

  bara 2 pelar af rjoma (af thv ad kakoid og kaffid vegur a moti saetleikann af mjolkinni)

  ein dos mjolk

  taepur 1/4 bolli kako osaett

  taepur 1/4 bolli skyndikaffi sem ad eg myl i mortel

  Theyta rjomann, svo mjolkina, kako og kaffi ut i og hraett eldsnoggt.

  Thetta er dasamlega godur is og gaeti ekki verid einfaldari.

  Takk fyrir bloggid og gledilega hatid 🙂

  Elisabet

  • **PS**

   Gleymdi ad segja tvaer matskeidar af parmesan i pottinn af pizzasosunni!

   Badir isarnir:

   ein dos sweetened condensed milk 396 gr. Eg kaupi mjolkina i ameriku en hun faest held eg i Kosti.

   🙂

   • Gaman að fá þessa kveðju og góðar uppskriftir! 🙂 Ég er einmitt búin að vera að leita að sætmjólk út um allan bæ, ætlaði að gera ís úr henni, það er erfttt að frá hana hér. Ég mun örugglega prófa þessar spennandi uppskriftir frá þér. Kærar þakkir fyrir fyrir góða kveðju og gleðilega hátíð! 🙂

 2. Gerði þetta fyrir kaffitímann í dag og á örugglega á 10 mín voru 5 strákar og pabbinn næstum búnir með þetta 🙂 Ég rétt náði í bita til að fá nú að vita hvernig þetta smakkaðist. Svo þetta mun ég oft gera alveg dásamlegt

 3. Bakvísun: LjA?ffengt pizzabrauA� | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.