Beikonvafin kjúklingalæri fyllt með mozzarella og basiliku


Beikonvafinn mozzarella og basiliku kjúklingur Það þarf vart annað en að lesa nafnið á þessari uppskrift til þess að vita að hún sé góðgæti! Kjúklingaréttir sem í er mozzarella og fersk basilika geta hreinlega ekki klikkað og þegar beikon hefur bæst í hópinn þá er dýrðin innsigluð! Einföld og bragðgóð sósan kórónar þennan dásemdar kjúklingarétt. Það er svo þægilegt og auðvelt að setja fyllingu í úrbeinuð kjúklingalæri enda tekur örskamma stund að útbúa þennan rétt fyrir ofninn.

IMG_6685

 Uppskrift f. 4

  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
  • maldon salt
  • grófmalaður svartur pipar
  • 2 tsk þurrkuð basilika
  • 120 g mozzarella ostur (kúlan í bláu pokunum)
  • ca 15 g fersk basilika
  • 7 sneiðar beikon eða sem samsvarar fjölda kjúklingalæra
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 100 g Philadelphia hreinn rjómaostur
  • 1 dl vatn
  • 2 1/2 msk sojasósa

IMG_6675IMG_6679

Ofninn er stilltur á 225 gráður við undir- og yfirhita. Kjúklingalærin eru afþýdd og krydduð með salti, pipar og basiliku kryddi. Mozzarella osturinn er skorin í jafn margar sneiðar og kjúklingalærin segja til um. Ein sneið af mozzarella osti ásamt blöðum af basiliku eftir smekk eru lögð inn í hvert læri. Þeim er svo lokað með því að vefja beikonsneið utan um lærið. Þau eru því næst sett í eldfast mót með samskeitin niður. Sýrðum rjóma, rjómaosti, vatni og soyjasósu er hrært saman og hellt í formið. Bakað í ofni við 225 gráður í um það bil 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn og beikonið hefur tekið góðan lit. Borið fram með hrísgrjónum eða kúskúsi og fersku salati.

IMG_6690Green gate matarstell frá Cup Company.

5 hugrenningar um “Beikonvafin kjúklingalæri fyllt með mozzarella og basiliku

  1. Mjög góður kjúllaréttur. Hef nú prófað eitt og annað frá þér og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Eldaði uppskriftir frá þér heila helgi í sumar og gestirnir héldu ekki vatni yfir réttunum, m.a. gómsæta kjúklingasalatið með sem var snilld.Takk fyrir frábæran vef.

  2. Á eftir að prufa þessa enn er svo sammála fyrra commenti, það er allt gott sem maður eldar eftir þínum uppskriftum;)
    En geturðu sagt mér hvar ég fæ þennan Rose Poultry kjúkling?
    Matarástarkveðja
    Hera

    • Gaman að heyra Hera! 🙂 Ég kaupi hann oftast bara í Krónunni. Hann er líka til í Bónus, Iceland og Hagkaup (held ég), fæst ekki í Nettó. En auðvitað er hægt að nota hvaða tegund af kjúklingi sem er í uppskriftinni þó svo að ég noti mest Rose kjúklinginn. 🙂

  3. Mjög flottar og bragðgóðar uppskriftir, það er eitt sem pirrar mig samt, þú mælir nær alltaf með erlendum vörum, til dæmis Rose kjúlla og í þessari mlir þú með erlendum rjómaosti, ég bara skil þetta ekki hvað varð um Veljum Íslenskt? Ég nota ávalt innlent hráefni sem er 1000 sinnum betra en erlent.

    • Sæll Jens

      Smekkur fólkst er jú misjafn, t.d. finnst mér Philadelphia osturinn langtum betri en sá íslenski. Ég vel íslenskt ef mér finnst sú vara betri.
      Það er hins vegar afar einfalt að nota þær tegundir af hráefnum sem þér líkar best í uppskriftunum mínum. Þó svo að ég hafi notað Philadelphia ost þá er lítið mál að skipta honum út fyrir íslenskan. 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.