Gulrótarostakaka


GulrótarostakakaMér finnst bakaðar ostakökur mikið lostæti og held einnig mikið upp á gulrótarkökur. Ég var því mjög spennt fyrir því að smakka gulrótarostakökuna á Cheesecake Factory þegar ég var í Chicago í sumar. Hún var að sjálfsögðu dásamlega góð og ég gat ekki beðið eftir því að búa til slíka köku sjálf. Það er hægt að blanda þessum tveimur kökum saman á ýmsan hátt. Til dæmis tvinna saman gulrótarkökudeigi og ostaköku. En í þessari uppskrift ákvað ég að fara eins fljótlega leið og hægt var og setti gulræturnar út í ostakökuna. Mér fannst útkoman ljúffeng og held að gestirnir sem gæddu sér á kökunni í afmælisveislunni hafi verið á sama máli því hún kláraðist upp til agna! 🙂

IMG_7347

Uppskrift: 

  • 200 g Digestive kex, mulið smátt
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 msk sykur
  • 600 g Philadelphia rjómaostur
  • 1.5 dl sykur
  • 2 msk púðursykur
  • 3 egg
  • 60 ml rjómi
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk límónusafi (lime)
  • 1 tsk kanill
  • 150 g rifnar gulrætur

ofan á kökuna:

  • 8 Lu kanilkexkökur eða Digestive kex (ca. 100 g), mulið smátt
  • 2 msk púðursykur
  • 1 tsk kanill
  • 60 g smjör, kalt

Ofn stilltur á 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör brætt og kex mulið smátt og því blandað saman við smjörið. Sett í smurt bökunarform með lausum botni, blöndunni þrýst ofan í botninn og aðeins upp í hliðar á forminu. Botnin bakaður í 10 mínútur og látin kólna.

Rjómaostur, sykur og púðursykur sett í skál og þeytt þar til að blandan verður kremkennd. Eggjum bætt við, einu í senn, þeytt vel á milli en þó ekki mjög lengi. Rjómanum smátt og smátt bætt við og þeytt á meðan. Kartöflumjöli, vanillusykri, límonusafa og kanill er því næst bætt út og hrært saman við blönduna. Að síðustu er rifnu gulrótunum bætt út í og blandað saman við deigið með sleikju. Blöndunni hellt yfir kexbotninn og bakað við 175 gráður í 45 mínútur. Á meðan er hráefnunum ofan á kökuna hnoðað saman í höndunum. Þegar 45 mínútur eru liðnar af bökunartímanum er kakan tekin úr ofninum, deiginu dreift yfir kökuna og hún sett aftur inn í ofn í ca. 8-10 mínútur. Að því loknu er kakan látin kólna og sett að síðustu inn í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nóttu, áður en hún er borin fram.

IMG_7431

4 hugrenningar um “Gulrótarostakaka

  1. Þessi kaka er geggjuð. Einföld og ótrúlega góð. Mæli með að prófa.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.