Heimalagað rauðkál


IMG_2588Það er bara einn ókostur við jólin, þau eru of stutt og líða alltof hratt! Við höfum átt afar notalega jóladaga. Elfar var í fríi um þessi jól en það er alltaf svo gott þegar hann fær hátíðardagana óskerta með okkur fjölskyldunni án þess að þurfa að fara á sjúkrahúsið. Við vorum hér heima á aðfangadagskvöld með foreldrum mínum og ömmu og afa. Það má með sanni segja að allir hafi fengið góðar gjafir og börnin voru himinlifandi og þakklát fyrir allt sem þau fengu. Það var svolítið gaman að því að Eldhússögur fengu jólagjöf í ár! 🙂

IMG_2539

Anna Sif vinkona útbjó þennan sniðuga hitaplatta úr vintöppum og að auki fylgdi með heimatilbúin chili/sólberjasulta. Eldhússögur þakka fyrir þessa frábæru gjöf! 🙂

IMG_2445Yngstu börnin á aðfangadagskvöld

Á jóladag hittist stórfjölskyldan í ljúffengum brunch heima hjá mömmu og pabba. Hér er hægt að sjá fleiri myndir frá Eldhússögum á Instagram. Það er alltaf mjög afslappað í jóladagsboðinu, til dæmis mættu mín börn í náttfötunum og Bára litla frænka kom í prinsessubúningi. Ég er eiginlega að hugsa um að leggja fram þá tillögu að allir mæti bara í náttfötunum eða í prinsessubúningum að ári! Næsta jólaboð er ekki fyrr en á sunnudaginn þannig að við áttum daginn í gær alveg fyrir okkur. Það var því bara sofið, spilað, lesið, leikið með jólagjafirnar og seinnipartinn fórum við niður á tjörn á skauta og höfðum með okkur heitt kakó.

IMG_2549 Um kvöldið fengum við okkur hangikjöt sem ég eldaði í ofninum. Hér er hægt að sjá uppskriftina. Með hangikjötinu finnst mér alveg nauðsynlegt að hafa grænar Ora baunir, heimalagað rauðkál, laufabrauð og kartöfluuppstúf ásamt jólaöli.

IMG_2619

Eftir matinn var haldið áfram með afslöppun við kertaljós og kósýheit. Öll fjölskyldan horfði á kvikmyndina Hobbitann þar sem að bíóferð á Hobbitann 2 er í bígerð um helgina.

IMG_2632

En víkjum að rauðkálinu með hangikjötinu – það er ekkert erfitt að útbúa eigið rauðkál. Eini ókosturinn er að lyktin sem kemur þegar það er búið til er ekkert sérlega góð – en góða bragðið bætir hana upp! 🙂 Það er svo mikill munur á heimalögðuðu rauðkáli og því tilbúna að þessu tvennu er ekki saman að jafna.

Uppskrift:

 • 1 miðlungsstór rauðkálshaus, kjarninn fjarlægður og kálið sneitt fínt.
 • 2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga
 • 2/3 dl rauðvínsedik,
 • 1 dl sykur
 • 2/3 dl óblönduð sólberjasaft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 msk smjör
 • til hátíðarbrigða er hægt að sjóða rauðkálið með 2-3 negulnöglum eða stjörnuanís ásamt 1-2 kanilstöngum.

Látið allt saman í stóran pott og hitið rólega upp, látið sjóða við vægan hita í einn og hálfan til tvo tíma. Smakkið til þegar helmingur er liðinn af suðutíma, ef kálið er of súrt þá er sykri bætt við en ef það er of sætt þá þarf að bæta við aðeins meira af edik eða sólberjasaft. Nauðsynlegt er að smakka til rauðkálið á þessum tímapunkti, þ.e. eftir hálfan suðutíma til þess að það verði gott. Þegar suðu lokið er kálið sett í krukkur, leyft að kólna aðeins og svo sett ísskáp.IMG_2590

6 hugrenningar um “Heimalagað rauðkál

 1. Sæl og takk fyrir þessa frábæru síðu. Ég hef gert rauðkál fyrir jólin í mörg ár og nota sömu uppskrift og þú. Til hátíðabriðgða fyrir jólin sem ég út í rauðkálið örlítið ( 1/4 úr teskeið) af kanil og negul.
  Mbk, Helga Steinunn

 2. Bakvísun: Gljáður hamborgarhryggur með kóksósu | Eldhússögur

  • Nei, þetta eru hlutföllin sem ég nota. Reyndar smakka ég rauðkálið til og bæti við eftir þörfum eins og stendur í lýsingunni. Ef þú skoðar mismunandi rauðkálsuppskriftir þá er magn vökva/edik mjög misjafnt. Það er allt frá 3 msk upp í 3 dl (miðað við 1 rauðkálshaus), allt eftir uppskriftum. 🙂

  • Það er talað um eina viku yfirleitt en mér hefur fundist það vera í lagi í upp undir tvær vikur ef það er í góðri krukku sem ekki er búið að opna oft.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.