Jólagrauturinn hennar ömmu


Jólagrautur

Aðfangadagur er runninn upp og það ríkir mikil tilhlökkun hér á heimilinu. Allir krakkarnir (líka þessi stærstu) fengu náttföt í skóinn en Kertasníkir hefur aldrei brugðið útaf venjunni varðandi þá hefð. Auk þess er þar alltaf að finna gúmmelaði sem gott er að maula yfir barnaefninu og ásamt ískaldri kók í gleri sem ratar ávallt í skóinn á aðfangadag . Hann er sniðugur þessi Kertasníkir! 🙂

Ég er farin að huga að jólamatnum en í kvöld koma foreldrar mínir til okkar auk ömmu, afa og Ingu frænku. Það verður ekki brugðið útaf venjunni í kvöld frekar en önnur aðfangadagskvöld. Amma mun koma með jólagrautinn sem hún verður búin að standa yfir og elda með natni í nokkrar klukkustundir. Hún hefur eldað jólagrautinn á sama hátt í 60 ár og það er ekkert sem slær honum við, hann er dásamlega þykkur, mjúkur og gómsætur. Það er einn af hápunktum jólanna að borða jólagrautinn hennar ömmu með ljúffengri heimatilbúinni krækiberjasaft og kanelsykri. Hefðirnar eru það miklar í kringum jólagrautinn að amma kemur meira að segja með sérstakt kar og skeið undir kanelsykurinn sem er frá langömmu minni.

IMG_6486Mikil spenna ríkir varðandi möndluna og það er regla að sá sem fær möndluna feli hana þar til allir eru búnir að borða grautinn sinn. Þegar krakkarnir hafa fengið möndluna hafa þau verið ótrúlega klár að halda pókerandliti og fela möndluna undir tungunni alla máltíðina, jafnvel þó þau hafi verið mjög ung að árum. 🙂 Hér vann hins vegar amma möndluna! 🙂

amma

Jólasteikin okkar er hamborgarhryggur með dásamlega góðri sósu og hefðbundu meðlæti og í eftirrétt er heimatilbúinn Toblerone ís og vanilluís ásamt konfekti að sjálfsögðu. Ég ætla að skrá hjá mér hér í uppskriftasafnið á Eldhússögum uppskriftina að jólagrautnum hennar ömmu þó svo að ég viti að það sé varla hægt að elda grautinn eins og hún gerir hann.

IMG_6469Við mamma í eldhúsinu, ég í meðlætinu og mamma að hella jólagrautnum yfir í tarínuna.

IMG_2395

Uppskrift:

  • 4 bollar hrísgjón (River)
  • vatn
  • 3 lítrar nýmjólk + 1 líter
  • salt

Hrísgrjónin sett í pott ásamt vatni (vatnið látið fljóta aðeins yfir hrísgrjónin). Suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og hrísgrjónin soðin í klukkutíma, vatni bætt við eftir þörfum. Eftir klukkutíma eru þremur lítrum af mjólk bætt við smátt og smátt út í pottinn og hrært oft og reglulega í grautnum. Grauturinn er smakkaður til með salti. Eftir þrjá tíma kemur amma með grautinn heim til mín, hitar hann upp aftur í pottinum og hrærir um það bil 1 líter af mjólk út í grautinn eða þar til hann verður mátulega þykkur. Grauturinn er borinn fram með krækiberjasaft og kanelsykri.IMG_6482

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.