Pavlova með marsípani


Pavlova með marsípaniPavlova með marsípani

IMG_1287

Þann 4. júlí varð Vilhjálmur Jón okkar 13 ára! Eins og lög gera ráð fyrir á okkar heimili er afmælisbarnið (táningurinn!) vakið með köku, pökkum og söng og fær síðan að velja kvöldmatinn.

IMG_1273

Val Vilhjálms á mat kom ekki á óvart, hann vildi fara á Hamborgarafabrikkuna enda mikill áhugamaður um hamborgara. Ég verð að segja að ég var ekkert ægilega spennt yfir mínum hamborgara, hann sló allavega ekki út steikarborgaranum (+ bearnaisesósu!) á Búllunni!

5b21fb9ee4ed11e28b8022000aaa0a1f_7Ég spurði Vilhjálm hverjar væru uppáhaldskökurnar hans og hann svaraði marsípantertur og marengstertur. Ég fór því að skoða hinar ýmsu uppskriftir og datt á tilviljun niður á Pavlovu með marsípani, snilld – uppáhaldsterturnar samankomnar í einni! Þetta varð innblásturinn af marsípan Pavlovunni sem Vilhjálmur var vakinn með á afmælisdaginn. Það er óhætt að segja að þessi terta hafi slegið í gegn. Allri fjölskyldunni auk þeirra gesta og gangandi sem smökkuðu á tertunni fannst hún rosalega góð. Þeir sem eru hrifnir af marsípani mega ekki láta þessa tertu fram hjá sér fara! 🙂

IMG_1315

Uppskrift:

  • 4 stk eggjahvítur (stór egg)Odense marsípan
  • 250 g flórsykur
  • 1 tsk hvítvíns edik
  • 160 g Marsípan (Odense ren rå marcipan)

Fylling:

  • 1/2 líter rjómi, þeyttur
  • Fersk ber eða ávextir eftir smekk (t.d. jarðaber, hindber, bláber, blæjuber, rifsber)
  • Rifið suðusúkkulaði og örlítið af flórsykri dreift yfir berin

IMG_1300

Ofninn stilltur á 150 gráður undir- og yfir hita. Eggjahvítur þeyttar á miðlungshraða þar til þær eru vel slegnar, þá er hraðinn aukinn og flórsykrinum blandað smátt og smátt saman við. Hvítvínsediki bætt út í. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar er marsípanið rifið með grófu rifjárni út í blandað mjög varlega saman við með sleikju. Best er að rífa lítið í einu og blanda marsípaninu þannig smátt og smátt saman við marengsinn annars er hætta að á að það fari í kekki.

Ca. 20 cm hringur teiknaður á bökunarpappír sem settur er á ofnplötu. Marengsinum er dreift á flötinn og kantarnir látnir vera aðeins hærri en miðjan. Bakað í miðjum ofni í um það bil 45 mínútur, þá er slökkt á ofninum og marengsinn látinn kólna í ofninum.

Áður en kakan er borin fram er settur þeyttur rjómi yfir marengsinn og yfir rjómann er dreift berjum, rifnu suðusúkkulaði og að lokum er örlitlum flórsykri sigtað yfir berin.

IMG_1311

11 hugrenningar um “Pavlova með marsípani

  1. Þessa verð ég að prófa!! Dásamlega girnileg 🙂
    Mig langar samt líka til að spyrja þig hvaðan leirtauið þitt er?? þetta er allt svo fallegt, diskarnir og bollarnir eru algjörlega to die for!! Má spyrja hvar þetta er keypt?

    • Takk Helga! 🙂 Já þetta stell er svo dásamlega fallegt … ég gæti sko borðað það líka! 🙂 Það fæst hjá http://www.cupcompany.is. Þetta er danskt stell sem heitir Green gate. Öll munstrin og allir litirnir eru svo fallegir, ómögulegt að velja þannig að ég á bara blöndu af öllu! 🙂

      • Sammála með að það sé svo fallegt að mig langar næstum að borða það líka 🙂 Takk annars kærlega fyrir alveg rosalega girnilega og fallega síðu 🙂

  2. langar að vita með eitt, setur þú rjómann á pavlóuna deginum á undan eins og með marens?_

      • já ok, ég gerði pavlóuna frá þér um daginn en hún var hörð þegar við borðuðum hana, ég setti rjómann einmitt þá rétt á áður en ég bar hana fram, hún á kannksi bara að vera frekar hörð eða frekar kannski ekki alveg eins mjúk og marens

      • Ertu að meina þessa Pavlovu eða hefðbundna Pavlovu? Hvorugar eiga að vera harðar í gegn. Þessi hefðbundna er stökk að utan og mjúk í miðjunni. Ef þín hefur verið stökk þá getur verið að hún hafi verið of stór, þ.e. þurft að vera minni hringur þannig að hún verði hærri og þykkari. Þar með ætti hún að verða mýkri í miðjunni. Það er aðeins önnur áferð á Marsípan-Pavlovunni. Hún verður stökk að utan en mjúk í miðjunni vegna marsípansins, eða kannski meira svona pínulítið karamellukennd.

  3. Má ég spyrja að einu varðandi pavlovurnar þínar, núna eru þær allar flatar líkt og maregns er en ekki stórar og bústnar líkt og venjulegar pavlovur er einhver ástæða fyrir því ?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.