Sætkartöflusúpa með kjúklingi


IMG_8803

Við áttum góða helgi með frábærri fermingarveislu, ljúfum kvöldverði með góðum vinum á veitingastaðnum Mar og sundferð. Svo slökuðum við bara almennt vel á í dásamlega veðrinu sem hér hefur verið undanfarið og ekkert lát er á. Ósk er hins vegar á ferðalagi um Þýskaland og Pólland með Versló. Hún er í valáfanga sem heitir Helförin og þau eru að skoða útrýmingarbúðir meðal annars í Auschwitz. Þetta er örugglega einstök upplifun fyrir krakkana.

Ég rak augun í að Snickerskakan hér á síðunni er komin yfir tvö þúsund deilingar, „2K“, það er alveg með ólíkindum! Það er klárt mál að vinsælustu uppskriftirnar á síðunni minni eru alltaf girnilegar kökuuppskriftir. Ég ætla nú samt „bara“ að koma með uppskrift af súpu í dag! Þessi súpa er svolítið skemmtileg því hún er búin til úr kjúklingaleggjum. Grunnurinn er hollur og góður úr meðal annars sætum kartöflum og gulrótum. Þetta er afar bragðgóð og saðsöm súpa sem sló gegn hér heima, við mælum með henni! 🙂

Uppskrift:

  • 6 kjúklingaleggir (ca. 600 g)
  • 1 stór kartafla, afhýdd og skorin í litla bita
  • 2-3 gulrætur, skornar í litla bita
  • 1 gulur laukur, skorin í litla bita
  • 5 hvítlauksrif
  • 1 sæt kartafla (ca. 400 g), afhýdd og skorin í litla bita
  • 1/2 rauðlaukur, skorin í bita
  • ferskur engifer, ca. 3 cm, skorin í litla bita
  • ca. 1 líter vatn
  • smjör
  • 3 dl rjómi eða matreiðslurjómi
  • 3 kjúklingatengingar
  • 1 tsk karrí
  • 1 tsk Ground Cumin
  • 1/2 stk hvítlauksduft
  • 1 tsk meiram (marjoram) – krydd
  • 1 tsk oregano
  • salt og pipar

IMG_8799

Góður biti af smjöri bræddur í stórum potti og karrí, cumin og hvítlaukskryddi bætt út í þannig að það steikist í örstutta stund. Þá er kjúklingaleggjunum bætt út í og þeir steiktir í smástund þar til kryddin fara að ilma dásamlega, hrært vel í þeim á meðan. Þá er öllu grænmetinu bætt út í fyrir utan hvítlaukinn og steikt í stutta stund. Því næst er vatni hellt út í pottinn þannig að það nái yfir grænmetið og kjúklinginn, ég notaði ca. 1.2 líter. Þá er hvítlauknum bætt út ásamt engiferbitunum auk þess sem oregano og meiram er bætt út í ásamt kjúklingateningum. Látið malla þar til kjúklingurinn fer að losna af beinunum (þá má bæta við vatni ef súpan verður of þykk).

Þá eru kjúklingaleggirnir veiddir upp úr og kjötið losað frá beinunum og það skorið í minni bita ef með þarf.  Súpan með grænmetinu er maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til súpan er slétt og bitalaus. Þá er kjúklingabitunum bætt út í ásamt rjómanum og súpunni leyft að malla í smástund í viðbót. Smökkuð til með salti, pipar og fleiri kryddum ef þarf.  Súpan er borin fram með grófsöxuðu kóríander eða steinselju.

IMG_8805

4 hugrenningar um “Sætkartöflusúpa með kjúklingi

  1. Hvað er þessi uppskrift fyrir marga? Var að hugsa um að gera þessa súpu fyrir 10 fullorðna.

    • Sæl Sólveig

      Ég myndi margfalda þessa uppskrift með þremur allavega, fyrir 10 fullorðna. Að því gefnu að það sé brauð og svona með súpunni. Ég myndi líka einfalda mér lífið fyrst að þú ert að gera fyrir svona marga:
      Nota ca. 1500 g af kjúklingakjöti án beins (minnst 150 g af kjöti á mann), t.d. úrbeinuðu kjúlingalærin frá Rose Poultry eða jafnvel bara lundirnar þeirra sem eru ofsalega mjúkar. Ég myndi fylgja uppskriftinni alveg en ekki setja kjúklinginn þarna í pottinn í byrjun heldur útbúa súpuna alveg eftir uppskriftinni án kjúklingsins. Á meðan súpan er að malla myndi ég skera kjúklingakjötið niður í bita og steikja það á pönnu upp úr olíu, krydda með smá karrí, cumin, salti og pipar. Þegar búið er að mauka súpuna þá myndi ég setja þessa kjúklingabita út í ásamt rjómanum. Gangi þér vel! 🙂

      • Takk fyrir góð ráð! Hvar fæ ég kjúklingalæri eða lundir frá Rose Poultry?

      • Rose kjúklingurinn er seldur frosin í öllum matvöruverslunum nema Nettó. Ég hef aðeins þurft að eltast við lundirnar. Hef fengið þær í matvöruversluninni Iceland og í Krónunni Jaðarseli undanfarið. Það er aðeins misjafnt eftir búðum hvort þar fáist bringur, lundir eða læri. Ég er voða hrifin af þessum kjúklingi, sérstaklega finnst mér lundirnar einstaklega mjúkar. En auðvitað getur þú notað hvaða lundir, úrbeinuð læri eða bringur sem er í súpuna. Gangi þér vel! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.