Eplakaka með karamelliseruðum eplum


IMG_7974Við Jóhanna bökuðum þessa gómsætu eplaköku í vikunni. Jóhanna er svo hrifin af eplakökum að hún er alltaf að ítreka við mig að hún vilji ekki súkkulaði afmælisköku heldur eplaköku á afmælinu sínu – hún á afmæli í ágúst! 🙂 Þessi kaka er dásamlega mjúk og bragðgóð. Uppskriftin er frekar stór, hún passar í form sem er ca. 25 x 35 cm. Hún var hrikalega góð sjóðandi heit en ég ákvað að taka myndir af kökusneiðinni þegar hún væri orðin köld og auðveldara væri að skera hana. Þessi ákvörðun varð til þess að ég náði ekki neinni mynd af stakri kökusneið! Nokkrum tímum eftir að við mæðgur bökuðum kökuna og ég ætlaði að mynda hana var kakan hér um bil búin! Það má því með sanni segja að fjölskyldan hafi verið ánægð með kökuna, Vilhjálmur sagði til dæmis að þetta væri besta eplakakan sem hann hefði smakkað! Það gerir hana sérstaklega góða að nota eplabáta sem hafa verið karamelliseraðir áður.

IMG_7961

Uppskrift:

  • 4 egg
  • 4 dl + 4 msk sykur
  • 200 g + 1 msk smjör
  • 2 msk púðursykur (má líka nota sykur)
  • 2 dl mjólk
  • 6 dl hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • ca 5 epli
  • 4 tsk kanill

Ofninn er hitaður í 200 gráður undir/yfirhita. Smjörið er brætt í potti, hann svo tekinn af hellunni, smjörinu leyft að kólna örlítið og mjólkinni svo bætt út í. Epli eru afhýdd, kjarnhreinsuð, skorin í báta og þeim svo velt upp úr 4 msk sykri og 4 tsk kanilssykri. Þá er 1 msk smjör og púðursykur hitað á pönnu þar til blandan hefur bráðnað. Því næst er eplunum bætt út í og þeim velt vel upp úr heitu sykurblöndunni við meðalhita þar til eplabátarnir hafa náð góðri karamelliseringu. Egg og 4 dl sykur þeytt þar til blandan verður létt og ljós. Þá er hveiti, vanillusykri og lyftidufti bætt út í og því næst mjólkinni og smjörinu. Deigið sett í smurt stórt bökunarform (mitt form er 25 x 35 cm). Eplabátunum er raðað ofan í deigið og kakan bökuð í ca. 20-25 mínútur í miðjum ofni við 200 gráður. Ég stráði dálítið af perlusykri yfir kökuna en því er vel hægt að sleppa.

IMG_7967

3 hugrenningar um “Eplakaka með karamelliseruðum eplum

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.