Epla- og hindberjabaka


IMG_7602Ég er svo hrifin af pæjum eða bökum, þó sérstaklega og aðallega eplabökum. Mér finnst líka hindber sjúklega góð, ég er því búin að horfa lengi á þessa uppskrift og ætla að prófa hana. Þessi baka var ofsalega góð og krökkunum fannst hún himnesk! Svona bökur eru svo þægilegar að gera, þær eru fljótlegar og oftast á maður allt hráefnið til. Ég mæli með þessari fyrir bóndann á morgun! 🙂

Uppskrift:

  • 100 g smjör, skorið í teninga
  • 100 g muscovadosykur eða púðursykur
  • 75 g haframjöl
  • 100 g pecan hnetur, saxaðar smátt
  • 1 tsk vanillusykur
  • ½ tsk kanill

IMG_7599

Fylling:

  • 4-5 epli, afhýdd og skorin í litla jafnstóra teninga
  • ca 2 dl hindber (hægt að nota fryst hindber sem hafa verið afþýdd)
  • Safi úr 1/4-1/2 sítrónu

Eplin eru sett í bökuform ásamt hindberjunum og sítrónusafanum dreift yfir. Þá er restinni af hráefnunum blandað saman í höndunum og dreift yfir eplin og hindberin. „Crumble“-ið (hvað kallast það á íslensku??) er hægt að gera með góðum fyrirvara og geyma í ísskáp. Bakan er bökuð í miðjum ofni við 180 gráður í 20-25 mínútur. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða vanilluís.

IMG_7603

11 hugrenningar um “Epla- og hindberjabaka

  1. Mmm hvað þessi hljómar vel, held að minn fái svona á morgun 🙂 Elska hvað þú notar hindber mikið..er algjörlega sjúk í þau. Nenni samt varla að standa í þvi að afhýða þau fyrir notkun 😉 hehe..

    • Hvaða, hvaða, þau verða svo mikið betri þannig! 😉 ….. ég ákvað samt að það væri sniðugara að afÞýða þau! 🙂

  2. Við erum greinilega alveg á sömu línu hvað okkur finnst gott.. þessi lítur dásamlega út.. 😉

  3. Bakaði þessa áðan, hún er æðislega góð. Hef aldrei bakað eplaköku áður. Átti reyndar bara frosin brómber en það var ekkert verra, næst ætla ég að auka óhollustuna og bæta við súkkulaðispæni:)

    • Gaman að heyra það Unnur Helga! Það er einmitt hægt að nota hvaða ber sem er, ég er viss um að brómberin komi vel út í þessari böku og súkkulaði passar jú við flest allt! 🙂

  4. Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúp | Eldhússögur

  5. Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúpi | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.