Piparkökubrownies með hvítu súkkulaði …. nafnið segir allt! Þessi brownie er ótrúlega blaut og djúsí með innslagi af piparkökum og hvítu súkkulaði. Í raun þrennskonar gúmmelaði sem kemur saman í einastaklega jólalegri og gómsætri köku. Þið verðið bara að prófa þessa!
En ég verð eiginlega að setja inn mynd fyrst af ótrúlega krúttulegu jólaskrauti (sem getur reyndar hangið uppi allt árið um kring) sem þjónar göfugum tilgangi. Þetta fallega hjarta er hægt að hengja á tré úti í garði til skrauts en samtímis sjá smáfuglunum fyrir smá góðgæti. Mér finnst þetta ægilega sniðugt og sætt! 🙂
Svo verð ég að viðurkenna að ég verð alltaf barnslega glöð þegar ég sé vitnað í Eldhússögur. 🙂 Í dag þegar ég fletti Fréttablaðinu sá ég að þar var gefin upp uppskriftin af piparkökunum með gráðosti og valhnetum í hunangi héðan frá Eldhússögum, skemmtilegt!
En varðandi piparkökubrownie kökurnar þá er ég búin að gera nokkrar tilraunir með þær. Fyrst notaði ég hvíta súkkulaðidropa en mér fannst þeir of litlir og hakkaði því núna hvítt súkkulaði í aðeins stærri bita. Síðast gerði ég litlar kúlur úr piparkökudeiginu og stakk þeim meira ofan í deigið. Núna skar ég piparkökudeigið í skífur og lagði ofan á kökuna þannig að þær urðu meira eins og sér piparkökur ofan á kökunni og urðu stökkar. Hvor tveggja er gott en ég held að ég dýfi piparkökudeginu meira ofan í kökuna næst. 12-17 mínútur virðist vera afar stuttur tími en treystið tímanum. Ég bakaði þessa köku í tæpar 16 mínútur og mér fannst hún of mikið bökuð, það er enn betra að hafa hana meira blauta. Þegar kakan er tekin út virðist hún vera lítið bökuð en þegar hún fær að kólna svolítið kemur í ljós að hún er meira bökuð en maður hélt. Næst ætla ég að miða við 13-14 mínútur í mesta lagi.
Uppskrift
Þrátt fyrir að það ennþá langt til jól bakaði þessa brownies i dag. Gerði hana utan pipakökudeigi og hun ekki siður goð…smakkaðist alveg dåsamlega með pistasiuis!!!
I mínum ofni bakaði eg hana fyrst hana i15min. en svo bætti 2 min. til…og hún var ágætlega blaut.. Alveg eins og vildi hafa 🙂
Takk fyrir upskriftina og nú strakurinn minn verður glaður þegar kemur heim úr skólanum ;)))
P.s þín síða er on favorites hjá mér …búin skoða „jóla“ meny i dag….þar er allt sem eg þarf að hafa um jólin , komin i jóla feelingi i sumar 😀 :D:D
Kv.fra Noregi
Rasa
En hvað þetta var skemmtileg kveðja Rasa! 🙂 Takk fyrir að skilja eftir komment og vonandi heldur þú áfram að finna uppskriftir hér sem þér líkar! 🙂