Ofnbökuð svínalund með beikoni og sveppum


IMG_0378

Mér er tíðrætt um þessa blessuðu ritgerð mína enda er hún efst í huga mínum alla daga og tekur allan minn tíma. Núna sé ég hins vegar loks fyrir endann á þessu verkefni og mun senda hana í prófarkalestur í næstu viku … jejj!!

Í gær átti Alexander 25 ára afmæli, 12.12.12! Það er fjölskylduhefð hjá okkur að afmælisbarnið fái að velja kvöldmatinn. Alexander lagðist yfir þetta blogg og skipti um skoðun nokkrum sinnum. Ég var frekar spennt að vita hvað hann myndi velja og valið kom mér dálítið á óvart. Hann valdi laxaborgara með sætum kartöflum. Ekki það að þeir séu ekki rosalega góðir en ég vissi bara ekki að þeir væru efstir á vinsældalistanum hans. Hann er sérstaklega hrifinn af mangósósunni enda er hún stórgóð og passar örugglega vel með öllum fiski og kjúklingi. Í eftirrétt valdi Alexander franskar crepes með Nutella og banönum sem er hættulega gott! Ósk er ekki hrifin af kökum og eftirréttum (nei, hún er ekki ættleidd) en henni finnst þessar crepes hrikalega góðar og í raun eini eftirrétturinn sem henni finnst góður.

En uppskrift dagsins er svínakjötsréttur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég set inn svínakjötsuppskrift inn á þetta blogg. Ég er frekar lítið fyrir svínakjöt en svo finnst mér það alltaf betra en mig minnti þá sjaldan sem ég matreiði úr svínakjöti. Þessi réttur var allavega afskaplega góður og ég get vel hugsað mér að elda hann aftur.

IMG_0304

 • 600 gr svínalund
 • 3 tómatar
 • 1 pakki beikon
 • 250 gr sveppir, skornir í bita
 • 3 dl matreiðslurjómi
 • 2 msk dijon sinnep
 • 1 hvítlauksrif
 • svínakraftur
 • rifinn ostur
Beikon steikt og þerrað vel á eldhúspappír, skorið eða klippt í litla bita. Sveppir steiktir þar til þeir verða brúnir, þá eru þeir teknir af pönnunni. Því næst er svínalundin skorin í ca 2 cm sneiðar, saltaðar og pipraðar og steiktar á báðum hliðum i smjöri þar til þær hafa tekið dálítinn lit. Pannan ekki þvegin.
Tómatar sneiddir og þeim raðað á botninn á eldföstu móti. Þá er svínalundssneiðunum raðað yfir tómatana og sveppunum dreift yfir að lokum.
Nú er rjómanum helt út á pönnuna sem svínalundin var steikt á og sinnepi, hvítlauk og svínakrafti bætt út í. Suðan látin koma upp á meðan hrært er í sósunni, beikoni bætt út í.
Sósunni hellt yfir svínakjötið í eldfasta mótinu og loks er rifna ostinum dreift yfir. Hitað í ofni við 225 gráður í ca 20 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og salati.
IMG_0352

7 hugrenningar um “Ofnbökuð svínalund með beikoni og sveppum

 1. Ég er sammála þér með svínakjötið.. það fer eitthvað illa í mig þó mér finnst það ekki bragðvont.. þessa uppskrift er örugglega hægt að gera með kjúkling heldurðu ekki!?

  • Það er alveg áreiðanlega gott Anna Sigga! Þá myndi ég nota kjúklingabringur og nota þær heilar eða í mesta lagi skera þær í tvennt.

   • Það er líka rosalega gott með kjúklingabringur að skera þær í tvennt á þykktina, sérstaklega ef maður ætlar að steikja á pönnu. Mér finnst kjúklingabringur yfirleitt verða þurrar en með þessari aðferð er léttara að stilla steikingartímann af. Reyndar nota ég oftast læri en stundum er það bara ekki að virka…

 2. Bakvísun: Binnubúrið fullt? | Binnubúr

 3. Má nota einhvern annan hluta af svíninu eins og svína kótilettur eða eitthvað þess háttar?

 4. Takk fyrir alla hjálpina í eldhúsinu, það er ekki mín sterka hlið að elda en þú bjargar mér oft með þínum hugmyndum, eins og núna á ég svínalund en hvernig og hvað á að vera með henni ? Ætla að prófa þessa uppskrift á eftir, viss um að hún sé jafngóð og allar hinar sem ég hef prófað.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.