Krydduð eplabaka


Mér finnst eiginlega allt gott sem er með eplum eða eplabragði. Samt er ég ekkert sérstaklega hrifin af eintómum eplum, mér finnst ég nefnilega alltaf fá svengdartilfinningu eftir að hafa borðað epli! En ég slepp alveg við svoleiðis vandamál eftir að hafa borðað þessa eplaböku! 😉 Það sem er sérlega ljúffengt við hana er að hún er með bragðgóðum kryddum eins og kanel og engifer. Svo eru í henni heslihnetur sem gera bökuna enn betri. Ég tók þessa með mér í saumaklúbb og stelpunum fannst hún voða góð. Annars eru þær nú svo sætar í sér að þær myndu auðvitað aldrei segja neitt annað! Jóhanna Inga deilir ást minni á eplabakelsi og lá á bæn að ég myndi koma heim með afgang. Það var það fyrsta sem hún spurði um þegar hún vaknaði daginn eftir og var ekkert lítið glöð að heyra að ég hefði geymt smá skammt fyrir hana. Þetta er afar fljótleg baka og auðvelt að búa hana til á meðan kvöldmaturinn er eldaður og bera hana fram heita og ljúffenga með ís eða þeyttum rjóma í eftirrétt!

Uppskrift

  • 4 epli
  • 1/2 dl sykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 1/2 tsk múskat

Deig:

  • 150 gr kalt smjör
  • 1 dl heslihnetur, grófsaxaðar
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 dl sykur
  • Þeyttur rjómi eða ís

Aðferð:

Ofninn stilltur á 225 gráður. Smjörið skorið niður í litla bita og blandað við hveiti, sykur og heslihnetur. Best að nota hendurnar til að mylja þetta saman, þannig úr verður eins konar mulningur. Epli afhýdd og rifinn gróft. Sykri og kryddum blandað við rifnu eplin. Eplablandan sett í eldfast smurt mót (ég notaði bökuform sem er ca. 23 cm) og deiginu dreift yfir. Bakað við 225 gráður í ca. 20 mínútur. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða ís.

13 hugrenningar um “Krydduð eplabaka

  1. Þessi fékk mjög góða dóma hjá amerískum eplapæjaunnendum, sérstaklega góð með heimagerða ísnum sem kemur víst líka af þessu fína bloggi 🙂

  2. Sæl.
    Nú langar mig til ess að prufa að baka þessa eplaböku.
    Eru heslihneturnar muldar eða hafðar heilar?

    kær kv.

    • Sæl Rósa María, það er best að grófsaxa hneturnar. Ég er búin að bæta því inn í uppskriftina.

      • Þessi er algjört æði, ég setti grófsaxaðar möndlur í staðinn fyrir heslihneturnar, mmm 🙂

  3. Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúp | Eldhússögur

  4. Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúpi | Eldhússögur

  5. Þessi uppskrift lítur rosalega út fyrir að vera ljúffeng! En gætirðu sagt mér hvaða hlutfall þú myndir nota ef þú þyrftir að nota eplamauk í staðinn fyrir eplin sjálf? 🙂

  6. Sæl

    Notar þú græn eða rauð epli í uppskriftinni?

    Mkv. Sunna Dís.

  7. Enn ein dásemdar uppskrift frá þér Dröfn. Gaman að lesa skemmtilega bloggið þitt og skoða myndir af flotta stellinu þínu 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.