Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauki


IMG_1316

Ég rakst á ostasnakk inni í skáp hjá mér sem er skrítið þar sem að ég held að enginn í fjölskyldunni borði þannig snakk. Ég reyni hins vegar alltaf að nýta allt og fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki notað það í eitthvað. Ég ákvað að reyna að búa til rasp úr ostasnakkinu fyrir kjúkling og úr varð, að mér fannst allavega, sjúklega góður kjúklingur með sósu og sætum frönskum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég notaði heilar bringur því mér finnst þær vera safaríkastar. Ég prófaði bæði að steikja kjúklinginn á pönnu og baka í ofni og hélt fyrirfram að sá steikti yrði líklega betri en mér fannst eiginlega ofnbakaði kjúklingurinn betri. Sósan er einföld en hrikalega góð en Herbes de Provence kryddið er einmitt svo gott í svona sósur. Þegar ég var síðast í Stokkhólmi kom ég við í búðinni hjá Leila Lindholm, sem er þekktur sjónvarpskokkur þar í landi, og keypti meðal annars þessar sniðugu skálar og svo pappír til að leggja í þær. Það er alveg óskaplega gaman að bera fram heimagerðan skyndibita á svona skemmtilegan máta.

IMG_1321

Uppskrift:

  • 4 kjúklingabringur (ég notaði frá Rose Poultry)
  • 1 dós jógúrt án ávaxta (180 g)
  • 1 eggjahvíta     snakk
  • 1 msk dijon sinnep
  • 60 g ostasnakk
  • 50 g kornflex
  • 1/2 tsk cayanne pipar
  • 1/2 hvítlaukskrydd
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk oregano
  • 1/2 tsk basilika
  • salt & pipar
  • ólífuolía
  • 500 g sætar kartöflur.

Ofn er hitaður í 200 gráður. Ofnplata er klædd bökunarpappír og pappírinn smurður með ólífuolíu. Sætu kartöflurnar er skornar í hæfilega stóra bita líkt og franskar kartöflur. Þeim er velt upp úr ólífuolíu, salti, pipar og öðru góðu kryddi, t.d. ítölsku kryddi. Því næst er þeim dreift yfir annan helming bökunarplötunnar.

IMG_1301

Kornflex og ostasnakk er mulið í matvinnsluvél og blöndunni síðan blandað saman við cayanne pipar, salt, hvítlaukskrydd, paprikukrydd, oregano og basiliku. Í annarri skál er jógúrti, eggjahvítu, dijon sinnepi og salti blandað saman. Kjúklingabringunum er dýft vel ofan í jógúrt blönduna og svo velt upp úr ostasnakks-blöndunni þannig að kjötið sé alveg þakið. Kjúklingabringunum er raðað á ofnplötuna, þær penslaðar með smá ólífuolíu og bakaðar í ofni í ca. 30-35 mínútur ásamt sætu kartöflunum eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Athugið að tíminn fer eftir stærðinni á bringunum. Borið fram með kryddjurtasósu með hvítlauki.

Kryddjurtasósa með hvítlauki

  • 1 dós sýrður rjómi (t.d. 10% eða 18%)
  • ca. 2 tsk Herbes de Provence frá Pottagöldrum
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • salt og pipar

Öllu blandað vel saman með gaffli eða skeið.

IMG_1319

IMG_1328

Hér er svo kjúklingur steiktur.

IMG_1303

5 hugrenningar um “Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauki

  1. Tetta Virdist nu vera otrulega gott. Serstaklega tegar manni finnst “ ostbågar“ godir! Verd ad profa sem fyrst Dröfn!

  2. Gerði þennan í kvöld í 2. skiptið og finnst fjölskyldunni þessi réttur rosalega góður 🙂

  3. Bakvísun: KjA?klingur meA� ostasnakki, frA�nskum & kryddjurtasA?su | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.