Risa smákaka með Toblerone og Dumle karamellum


IMG_0523 IMG_0543Nú er að renna upp vetrarfrí sem er afar ljúft, sérstaklega þar sem við öll fjölskyldan verðum aldrei þessu vant öll í fríi. Ég er nokkuð viss um að það munu einhverjar kökur renna úr ofninum á þessum komandi frídögum. Um daginn gerði ég þessa risasmáköku sem sló ekkert smávegis í gegn, hún er eiginlega hættulega góð! Syninum fannst þetta eins sú besta kaka sem hann hafði smakkað og ef hann fær að ráða verður þetta kaka vetrarfrísins í ár! 🙂 Ég mæli sannarlega með þessari, hún er afskaplega fljótleg í bakstri og hrikalega góð.

IMG_0547

Uppskrift:

  • 180 g smjör, við stofuhita
  • 1 ½ dl púðursykur
  • 1 ½ dl sykur
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  •  3 ½  dl hveiti
  • 1 ½ tsk matarsódi
  • 2 tsk vanillusykur
  • örlítið salt
  • 200 g Toblerone, saxað meðalgróft
  • 120 g Dumle karamellur, skornar í litla bita
  • 1 dl pekan- eða valhnetur, grófsaxaðar

Ofan á:

  • nokkrir molar hvítt súkkulaði, brætt
  • nokkrir molar dökkt súkkulaði, brætt

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör, sykur og púðursykur hrært saman. Þá er eggi bætt út í. Því næst er þurrefnunum hrært saman við og að lokum er Toblerone súkkulaði, Dumle karamellum og hnetum bætt út í. 22-24 cm bökunarform er klætt að innan með bökunarpappír og degið sett í formið, því þrýst jafnt út í alla kanta. Bakað neðarlega í ofni í 30-35 mínútur eða þar til kakan hefur tekið fallegan lit. Bræddu hvítu og dökku súkkulaði er dreift yfir kökuna eftir að hún kemur úr ofninum. Gott er að bera fram kökuna volga með vanilluís en hún er ekki síðri köld. 

IMG_0540IMG_0541

5 hugrenningar um “Risa smákaka með Toblerone og Dumle karamellum

  1. Ég minnkaði sykurinn í 1 dl púðursykur og 1 dl sykur það var meira en nóg 😉 það er svo mikil sæta í karmellunni og súkkulaðinu

  2. Bakvísun: Risa smA?kaka meA� Toblerone og Dumle karamellum | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.