Kálfa parmigiana


IMG_0397

Þegar við vorum á Ítalíu síðastliðið sumar pantaði ég mér ósjaldan kálfakjöt á veitingastöðum enda er kálfakjöt mikið notað í ítalskri matargerð. Einn af mínum uppáhaldsréttum er kálfa parmigiana, klassískur réttur sem er ákaflega ljúffengur. Ég hef verið að prófa mig áfram til að finna út hvernig best er hægt að lukkast með þennan rétt heima og er ákaflega sátt við þessa niðurstöðu. Mér finnst mikilvægt að krydda hjúpinn vel og nota til þess ferskar kryddjurtir. Eins er mikilvægt að nota ekki of mikla sósu á hverja kjötsneið þannig að hjúpurinn haldist stökkur og góður. Ég var ekki viss um að auðvelt væri að finna kálfakjöt hér á landi en fann frosið ribeye kálfakjöt frá Ekro í Hagkaup (líklega til í fleiri verslunum) sem er rosalega meyrt og gott, ég mæli með því. Oftast eru notaðar kótilettur í kálfa parmigiana en mér fannst kálfa ribeye koma vel út. Það er líka hægt að nota kjúklingabringur í þessa uppskrift. Fyrir þá sem vilja spara sér tíma er hægt að kaupa tilbúna pastasósu, ég mæli þó með þessari heimagerðu frekar. Uppskriftin er stór en það er vel hægt að minnka hana við þörfum. Ég hvet ykkur til að fá smá Ítalíu heim í eldhúsið og prófa þessa uppskrift! 🙂

Kálfa parmigiana f. 6

  • 1 kíló kálfakjöt (ég notaði Ekro ribeye)
  • 1 dl hveiti
  • 3 -4 egg
  • 3 dl brauðraspur
  • 2 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur
  • 15 g fersk basilika
  • 15 g fersk flatblaðasteinselja
  • salt og pipar
  • 3 ferskar mozzarella kúlur (samtals 360 g)
  • ¾ dl ólífuolía
  • 1-2 msk smjör
  • 500 g spaghettí

Pastasósa:

  • 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt
  • 2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 1 dós Hunt’s garlic saxaðir tómatar (411 g)
  • 2 dósir Hunt’s basil, garlic & oregano saxaðir tómatar
  • 3 msk tómatpaste
  • 2 msk balsamedik
  • 1 msk oregano
  • salt og pipar

Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring (ef það er frosið). Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp og látið ná stofuhita.

Pastasósa er útbúin með því að ólífuolía er hituð í potti og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann verður mjúkur. Þá er hvítlauki bætt út í og steikt í smá stund til viðbótar. Því næst er tómötum, tómatpaste og balsamediki bætt út í ásamt kryddum og sósan látin malla í allavega 20-30 mínútur. Smökkuð til með kryddum.

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Kjötið er skorið í fremur þunnar sneiðar sem eru snyrtar og barðar þunnar með kjöthamri. Hveiti er sett í skál. Eggin brotin og sett í aðra skál, pískuð létt saman. Í þriðju skálina er blandað vel saman brauðraspi, ca. 2/3 af parmesan ostinum, smátt saxaðri basiliku og flatblaðasteinselju, kryddað með salti og pipar. Kjötsneiðunum er nú velt upp úr hveiti (umfram hveiti bankað af), eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Hluti af olíunni og smjörinu er hitað á pönnu og nokkrar kjötsneiðar í einu steiktar á fremur háum hita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Ólífuolíu og smjöri bætt við út á pönnuna við þörfum og þess gætt að fitan sé heit þegar kjötið fer á pönnuna. Kjötsneiðunum er raða á ofnplötu. Dálítið af pastasósu er dreift á hverja kjötsneið (ekki of mikið svo að raspurinn haldist stökkur). Því næst er mozzarella osturinn skorin í sneiðar og raðað yfir kjötsneiðarnar. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur. Borið fram með spaghettí og afganginum af pastasósunni. IMG_0395

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.