Kjúklingalasagna með rjómaosti og brokkolí


IMG_0486Upp á síðkastið hefur bloggið lent aftarlega á forgangslistanum þar sem að líður senn að því að við fáum afhent húsið sem við keyptum síðastliðið sumar. Við erum að skipuleggja miklar breytingar á húsinu og ég er að dunda mér á kvöldin við að teikna upp eldhús, baðherbergi, innréttingar og fleira. Ég er sérstaklega spennt fyrir eldhúsinu en þetta er í annað sinn á ævinni sem ég fæ tækifæri til að skipuleggja eldhús eftir eigin höfði og að þessu sinni tel ég mig algjörlega vera búin að komast að að því hvernig ég vil hafa eldhúsið mitt. Ég mun örugglega deila hér með mér fyrir og eftir myndum því mér finnst sjálfri svo gaman að skoða svoleiðis myndir. 🙂

Um síðastliðna helgi eldaði ég fyrir stórfjölskylduna og gerði einfalt en gott kjúklingalasagna sem er svo gott og þægilegt að gera fyrir marga. Ég mæli með því fyrir næsta matarboð eða bara til að hafa í matinn á morgun!

Uppskrift: 

 • ca. 800g kjúklingabringur eða lundir, skorin í bita
 • 1 stór eða 2 litlir laukar, saxaður smátt
 • 1 brokkolíhaus (ca. 300 g), skorin í bita
 • 1 stór rauð paprika, skorin í bita
 • olía og/eða smjör til steikingar
 • 2 bréf taco krydd (40 g pokinn)
 • 2/3 dl vatn
 • 1 dós sýrður rjómi (10% eða 18% – 180g)
 • 200 g rjómaostur
 • smá mjólk við þörfum
 • lasagna plötur
 • 200 g rifinn ostur

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Laukur steiktur í stutta stund á pönnu upp úr olíu og/eða smjöri. Kjúklingi bætt út á pönnuna ásamt brokkolí og papriku og steikt í nokkrar mínútur. Þá er tacokryddi bætt út í og síðan vatninu. Því næst er rjómaosti og sýrðum rjóma bætt út í og leyft að malla í smá stund. Ef með þarf er smá mjólk bætt út í. Þá er hluta af kjúklingablöndunni sett í eldfast mót, lasagnaplötum raðað yfir. Endurtekið tvisvar og endað á að dreifa rifnum osti yfir. Bakað í ofni í um það bil 25-30 mínútur. Borið fram með góðu brauði og salati.

IMG_0498

10 hugrenningar um “Kjúklingalasagna með rjómaosti og brokkolí

 1. hvað get ég notað í staðin fyrir taco krydd? Það fæst ekki hér…
  og sýrður rjómi er heldur ekki í boði… gæti ég slept mjólkinni og sýrða rjómanum og sett jógúrt (heimsgert, dálítið þykkt) í staðin?

  • Sæl

   Ég myndi bara nota meiri mjólk og kannski smá rjóma í staðinn. Ég held að jógúrt gæti kannski skilið sig þegar það hitnar. Varðandi kryddið þá er hægt að krydda kjúklinginn bara vel með góðu kjúklingakryddi. En það er líka hægt að gera eigin taco kryddblöndu. Hér er t.d. uppskrift (stór):
   1 msk chili
   1 msk laukduft
   1 msk cumin
   1 msk paprika
   1 tsk oregano
   1 msk salt
   1 msk nýmalaður svartur pipar
   1 msk hrásykur
   Öllu blandað saman geymt í þéttri krukku

   Eða krydda bara eftir smekk með blöndu af þessum kryddum.

 2. Hvaða lasange plötur notar þú? Þær verða ekki nógu mjúkar hjá mér.
  Takk fyrir margar góðar uppskriftir og fallega síðu.

  • Ég nota oftast frá Barilla. En þú getur forsoðið plöturnar í vatni í nokkrar mínútur áður en þú setur þær í réttinn, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þær verði of harðar. Ef þú vilt ekki forsjóða plöturnar er líka hægt að mýkja þær upp með því að leggja þær í kalt vatn.

 3. Sæl.Mér líst rosa vel á þennan rétt og er að spá í að gera hann hvað er þessi uppskrift áætluð fyrir marga?èg er að fara elda fyrir svo marga um 60 manns😀Með þökk fyrir.

 4. Var með þennan rétt í dag mánud en laxabuffin á föstud 😉 ætti kannski að vera öfugt fiskinn á mánudögum en það er nú bara gaman að hafa þetta ekki alltaf eins 🙂
  Eins og allaf erum við fjöskyldan alltaf himinlifandi yfir réttunum þínum, fer að verða uppiskroppa með ný lýsingarorð um hvað þetta er allt svo gott.
  En vill alltaf skilja eftir komment og þakka fyrir mig það er nú það minnsta sem ég get gert. Haltu áfram að koma með þessar yndislegu uppskriftir og ALLS EKKI hætta, ég skrolla og plana næstu uppskrftir á hverjum degi og finnst það æði 😉

  • Kærar þakkir Halla Björk, það er svo frábærlega gaman að fá kommentin frá þér. 🙂 Eins finnst mér gaman hvað þú ert öflug í eldhúsinu, alltaf að baka og elda, fjölskylda þín er heppin! 🙂

 5. Bakvísun: GA?msA�tt kjA?klingalasagne meA� rjA?maosti og brokkA?lA� | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.