Sjöholukaka


IMG_0302Um daginn héldum við upp á afmæli yngsta barnsins og á boðstólum var auðvitað allt sem hugur afmælisbarnsins girntist. Fyrst á lista var eplakaka en það er klárlega uppáhaldskakan hennar. Svo vildi hún fá ljósbláa köku og hafði alveg ákveðnar skoðanir á þvi hvernig hún átti að líta út. Ég hef jafn gaman að bakstri eins og mér finnst leiðinlegt að skreyta kökur, ég er bara ekki mikil föndurmanneskja. Ég leitaði því enn og aftur til Önnu frænku sem er með Önnu konditori og er algjör listakona auk þess sem kökurnar hennar eru lostæti. Jóhanna mín var ekkert smá ánægð með að fá afmælisköku einmitt eins og hún hafði óskað sér.

IMG_0219 IMG_0211IMG_0220

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag langaði Jóhönnu að baka köku sem passaði vel því á „skrolli“ mínu í gegnum Instagram reikningana sem ég fylgi sá ég sömu kökuna hjá tveimur sænskum matarbloggurum sem mig langaði einmitt að prófa. Ég gat auðvitað ekki setið á mér og við prófuðum að baka kökuna. Hins vegar var ég ekki hrifin af bragðinu af glassúrinum í þessari uppskrift og ég ákvað að búa frekar til súkkulaði-karamellukrem og nota í staðinn. Mér fannst það koma mikið betur úr og gera kökuna afar gómsæta. Þetta er er tilvalin kaka fyrir helgarkaffið! 🙂

IMG_0294

Uppskrift:

  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/2 dl sjóðandi vatn

Ofn hitaður í 175 gráður við undir/yfirhita. Egg og sykur hrært þar til létt og ljóst. Smátt og smátt er hveiti og lyftidufti bætt út í og í lokin heita vatninu. Deiginu hellt í smurt smelluform (24 cm). Kakan bökuð neðarlega í ofninum við 175 gráður í 35-40 mínútur.

Karamellukrem:

  • 2 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 1 dl síróp
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g smjör

Öll hráefnin, fyrir utan smjörið, sett í pott. Hrært í blöndunni og suðan látin koma upp. Blandan látin malla þar til að hún þykknar, tekur ca. 10 mínútur, gott að hræra í svolítið á meðan. Þá er potturinn tekin af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrært þar til allt hefur blandast vel saman.

Sjö holur gerðar með skafti á skeið í heita kökuna þegar hún kemur úr ofninum (ca. 2 cm í ummál) og heitu kreminu hellt yfir kökuna þannig að holurnar fyllast. Kökunni leyft að kólna um stund og kremið stífna áður en kakan er borin fram.

IMG_0290IMG_0305

6 hugrenningar um “Sjöholukaka

  1. Þessi verður sko prufuð fljótlega lítur ekkert smá girnilega út 🙂

  2. Thvilikt veislubord! Stor glaesilegt svo vaegt se til orda tekid 🙂

    Bakadi thessa tertu adan og er hun med eindaemum god. Enn og aftur takk fyrir aedislegt blogg og frabaerar uppskriftir!

    Godar stundir 🙂

  3. Var með uppskriftina þína af síbreytilega lasagnanu sem alltaf er svo gott, var svo með þessa köku í eftirrétt.Vorum 9 og allir þvílíkt ánægðir með matinn og kökuna og allir spennir að fá holu í sýna sneið því kremið er svo dásamlegt.

    • Haha … þá hafa tveir verið óheppnir að fá ekki holur! 🙂 Gaman að heyra þetta Halla Björk og takk fyrir að vera svona dugleg að gefa mér „feedback“ á uppskriftirnar, það er svo gaman og hvetjandi fyrir mig! 🙂

  4. Bakvísun: SjA?klega gA?A� sjA�holukaka | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.