Ítölsk kjúklingasúpa með tortellini


IMG_8722

Þetta er uppskrift sem ég vil klárlega eiga hér í uppskriftasafninu mínu. Þessi súpa finnst mér dásamlega einföld og góð. Ég elska uppskriftir sem eru svona fljótlegar, öllu hent í einn pott og útkoman ljúffeng – allt á örstuttum tíma. Ég nota oftast ferskt tortellini, það munar ekki svo miklu í verði en mér finnst það svo mikið betra. Að þessu sinni keypti ég ferskt tortellini í Bónus fyllt með ricotta og basiliku og mér fannst það gefa súpunni afar gott bragð.

 • 700 g kjúklingalundir, skornar í bita
 • 1 gulur laukur, saxaður smátt
 • 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • 1 stór paprika skornar í bita
 • 1 brokkolíhaus (ca. 250 g), skorinn í bita
 • 1 msk ólífuolía
 • 1,5 l vatn
 • 3 teningar kjúklingakraftur
 • 2 msk tómatpúrra
 • salt & pipar
 • ítalskt pasta krydd (Santa Maria) og ítölskhvítlauksblanda (Pottagaldrar) eða önnur góð krydd
 • 250 g tortellini (t.d. ferskt tortellini með ricotta og basiliku)
 • 4 -6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
 • 30 g fersk basilika, söxuð
 • rifinn parmesan ostur (hægt að sleppa)

IMG_8724

Laukur, hvítlaukur, paprika og brokkolí léttsteikt upp úr ólífuolíu í stórum potti. Því næst er vatni, kjúklingakrafti, tómatpúrru bætt út í pottinn ásamt kryddunum. Suðan látin koma upp og kjúklingnum bætt út í. Kjúklingurinn er látinn sjóða í ca. 7 mínútur. Þá er tortellini, sólþurrkuðum tómötum og 2/3 af basilikunni bætt út og soðið eins lengi og segir til um á tortellini pakkningunni. Smakkað til með kryddunum við þörfum. Borið fram með restinni af basilikunni og rifnum parmesan osti ásamt góðu brauði.

IMG_8720

5 hugrenningar um “Ítölsk kjúklingasúpa með tortellini

 1. Eitthvað klikkaði hjá mér þegar ég gerði þessa :/ Fannst eins og það vantaði töluvert meiri vökva. Samt var ég með minna af öðru hráefni ef eitthvað er. Endaði sem hálfgerð kássa (með örlitlu brunabragði þar sem hún brann í botninn). Dettur þér eitthvað í hug sem ég gæti hafað gert vitlaust?

  • Sæl Marta. Miðað við að það hafi brunnið við botninn hjá þér þá get ég mér til um að þú hafir kannski látið súpuna malla við of háan hita kannski þannig að vökvinn hafi gufað upp hratt. Ef þú prófar aftur skaltu einfaldlega nota aðeins lægri hita og bæta bara við vatni eftir þörfum þannig að hlutfallið verði passlegt.

 2. Gerði þessa súpu í kvöld og hún var ÆÐI. Ég bætti reyndar við vökva (var þó ekki búin að lesa athugasemdir að ofan) og svo bætti ég við gulrótum, hot pepper sósu, bara smá og saxaði örsmátt grænkál sem ég átti og bætti út í, kom mjög vel út.

  Langt síðan ég hef hrósað þér fyrir uppskriftirnar þínar, en ég kíki reglulega inn og er farin að fá góðlátlegar athugasemdir frá vinum og vandamönnum þegar ég elda góðan mat „er þessi úr Eldhússögum ? 😉 “

  Hvet þig til að halda áfram, uppskriftirnar þínar eru frábærar.

  kv.
  Inga Lára

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.