5 mínútna Dumle súkklaðikaka í bolla


IMG_8150

Gleðilegt ár kæru lesendur! Í upphafi nýs árs setjum við okkur oftar en ekki ótal markmið sem snúast um hollara mataræði, meiri hreyfingu og betri lífshætti. Með þessari uppskrift er ég sannarlega ekki leggja lóð mín á þá vogarskál, síður en svo! 🙂 Það ríkir enn Dumle æði hér á síðunni minni eftir að ég útbjó nokkrar slíkar uppskriftir seint á síðasta ári og enn á ég eftir að birta nokkrar þeirrar. Ég sá þessa uppskrift á fleiri en einum sænskum uppskriftavef og hafði satt best að segja ekki mikla trú á því að kakan væri sérstaklega góð, þetta væri of einfalt til að vera satt. En ég hafði sannarlega rangt fyrir mér, þessi kaka er alltof góð! Svo góð að ég er núna að reyna að gleyma að ég geti á hverju kvöldi búið mér til ljúffenga köku á 5 mínútum! 🙂

IMG_8158

Uppskrift:

·      4 msk hveiti

·      4 msk sykur

·      3 msk kakó

·      50 g smjör, brætt

·      2 msk mjólk

·      1 egg

·      4 Dumle molar

Öllu blandað saman fyrir utan Dumle molana og deiginu skipt í tvo bolla. Dumle molarnir eru skornir í tvennt og fjórum molum þrýst ofan í deigið í hvorn bolla. Bakað í örbylgjuofni í um það bil 50 sekúndur við hæsta styrk (ath. að tíminn er misjafnt eftir ofnum). IMG_8153

7 hugrenningar um “5 mínútna Dumle súkklaðikaka í bolla

    • Ég er ekki viss, hef ekki prófað það sjálf. Ég myndi tæplega þora að nota bolla nema að það sé alveg víst að hann þoli hitann eða nota bara lítið form. Svo myndi ég setja ögn af lyftidufti út í deigið. Ég myndi nota 175 gráður og svo þarf kakan að vera inni í töluvert lengur inni í bakarofninum en í örbylgjuofninum, það þyrfti að fylgjast með henni (tekur kannski 10 mínútur). En eins og ég segi þá eru þetta ágiskanir, ég hef ekki prófað! 🙂

  1. Laumaðist í þessa um daginn og uuuuuuuummmm hvað þetta er gott og súper auðvelt að gera , takk fyrir mig 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.