Vanilluís með marsípani og Daim súkkulaði


Vanilluís með marsípani og Daim súkkulaði

Ég er ekki mikið fyrir ís en þessi ís finnst mér dásamlega góður, börnin mín eru sannarlega sammála mér, sérstaklega Vilhjálmur minn sem elskar marsípan og ís – hvað þá þegar þetta tvennt kemur saman! Það er líka svo hátíðlegt að nota marsípan í ís, hann verður sannkallaður jólaís fyrir vikið! Ég nota alltaf ferskar vanillustangir í heimalagaðan ís, mér finnst það svo mikið betra en að nota vanilludropana enda eru þeir tilkomnir frá því að við höfðum ekki aðgang að ferskum vanillustöngum. Oftast er ekki einu sinni ekta vanilla í vanilludropum þannig að ég hvet ykkur til að nota vanillustangirnar. Það er ekkert mál að kljúfa þær með hníf og skafa svo fræin úr báðum helmingunum með beittum hníf. Þessi ís er fljótgerður og mér finnst hann fullkominn sem jólaís! 🙂

IMG_8390

Uppskrift f. 6:

  • 5 dl rjómi
  • 4 eggjarauður
  • 60 g sykur
  • 1 vanillustöng, klofin og fræin skafin úr
  • 100 g Odense marsípan, skorið í litla bita (gott að skera það hálffrosið)
  • 100 g Daimkúlur (1 poki)

IMG_8393

Léttþeytið rjómann. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður ljós og loftmikil. Bætið léttþeyttum rjóma, vanillufræum, marsípani og daim kúlum út í. Hellið blöndunni í ísform eða t.d. 22 cm hringlaga smelluform og frystið. Gott er að bera ísinn fram með heitri súkkulaðisósu (hér á myndinni bætti ég um enn betur og notaði Dumle go nuts sósu, þ.e. súkkulaði, karamellu og hnetur – uppskrift er að finna hér.)

IMG_8429

5 hugrenningar um “Vanilluís með marsípani og Daim súkkulaði

  1. Sæl, geturðu sagt mér hvar ég get keypt Dumble go nuts ? Kveðja, Helga

    • Sæl Helga

      Ég kannaði þetta og var tjáð að Dumle go nuts hefði selst upp fyrir jól. En það er að koma í verslanir aftur í dag eða á morgun á þá að vera til í öllum venjulegum matvöruverslunum líkt og Krónunni og Bónus.

      • Já og eitt enn. Það er vel hægt að nota venjulegt Dumle (í rauðu eða brúnu pokunum) í þessa súkkulaðisósu – það er jafngott! 🙂

  2. Bakvísun: Fimm ljúffengir ísar fyrir hátíðarnar | Eldhússögur

  3. Bakvísun: VanilluA�s meA� marsA�pani og Daim sA?kkulaA�i | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.