Mikið er dásamlegt að fá nokkra sólardaga svona síðsumars! Vissulega fengum við gott veður í Bandaríkjunum þó svo að það hafi reyndar verið óvenjukalt í Michigan miðað við árstíma. Það var þó yfirleitt heiðskýrt og þá fann maður hversu gott var að sjá heiðan himinn og fá ljúf sumarkvöld, nokkuð sem lítið hefur verið um í Reykjavík í sumar. Það er því eins gott að njóta góðu daganna sem við fáum nú og mér finnst grillmatur ómissandi á slíkum dögum. Ekki er síðra að grilla eftirréttinn og hér er ég með uppskrift að klassísku en ó svo góðu grillgotteríi!
Uppskrift f. 4:
- 1 stór banani, skorinn í sneiðar
- 2 stórar perur, afhýddar og skorin í bita
- 100 g vínber
- 2-3 kíwi, skorin í bita
- 1 poki Dumle karamellur (120 g)
- 4 kókosbollur
Ávöxtunum er blandað saman og settir í álbakka. Karamellurnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan til meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís.
Var í sumarbúnað í 2vikur og auðvitað fylgdu nokkrar uppskriftir frá þér með 😉
Þessi kókosbolluréttur er algjört æði, passar allt svo vel saman kókosbollurnar verða svo stökkar að utan og uuummm svo geggjað að bíta í þær og dumle karamellurnar bráðna í karamellusósu alveg himneskt og var barist um seinasta bitann 🙂
Gerði svo gratínið góða, banana- súkkulaðikökuna og súkkulaðikökuna með pipp karamellu gerða í potti fullkomin í sumarbústaðinn 🙂 allt svo gott.
Svo ákvað eg að láta vaða og prófa gróft brauð með káli,silkiskorni skinku og kíví og svo avakadó og VÁ bæði gott en með kíví geggjað gott og óvenjulegt hefði aldrei trúað að þessi samsetning væri svona góð.
Takk enn og aftur ( veit ég er búin að segja þetta ótrúlega oft) fyrir allar þessar dásamlegu uppskriftir og fyrir að opna hugann minn fyrir svo mörgum nýjungum 🙂
Takk fyrir að vera svona dugleg að skrifa hér á síðuna Halla Björk, það er ótrúlega hvetjandi fyrir mig og skemmtilegt að lesa! 🙂 … og vá hvað þú varst dugleg að baka margt í bústaðnum! 🙂
Bakvísun: Grillgott meA� kA?kosbollum og karamellum | Hun.is