Ostakaka með eplum og karamellusósu


Ostakaka með eplum og karamellusósu

Við enduðum Bandaríkjaferðina okkar í Chicago og fórum þar oftar en einu sinni á Cheesecake Factory veitingastaðinn. Þar er hægt að fá afar góðan mat og ekki eru ostakökurnar af verri endunum. Ég smakkaði ákaflega góða eplaostaköku á Cheesecake, mér finnst amerískar bakaðar ostakökur hnossgæti og elska allt með eplum og kanil – það var því gefið að mér þætti þessi kaka góð! Síðan þá hef ég haft löngun í að búa til svipaða ostaköku og lét verða af því í dag. Ég held svei mér þá að þessi ljúffenga kaka slagi vel upp í þessa sem ég fékk á Cheesecake Factory! 🙂

IMG_7282

Uppskrift:

 • 190 g Kornax hveiti
 • 75 g púðursykur
 • 170 g smjör, kalt
 • 400 g Philadelphia rjómaostur (2 dósir)
 • 150 g sykur + 1.5 msk sykur
 • 2 stór egg
 • 2 tsk vanillusykur
 • 4-5 meðalstór græn epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita
 • 1 tsk kanill
 • 1/4 tsk negull
Mylsna:
 • 150 g púðursykur
 • 100 g Kornax hveiti
 • 70 g haframjöl
 • 100 g smjör, kalt
 • 1/2 tsk kanill
Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Bökunarform eða eldfast form, ca. 33×23 cm, er smurt að innan. Hveiti og púðursykur blandað saman í skál og kalt smjörið skorið í litla bita. Því er svo mulið saman við þurrefnin með höndunum þar til allt er vel blandað saman og orðið að „klumpi“. Blöndunni er þrýst jafnt yfir botninn á eldfasta mótinu og bakað í ofni við 180 gráður í ca. 15 mínútur. Á meðan er ostakökublandan útbúin.
Rjómaosturinn og 150 g af sykri er hrært saman í hrærivél þar til blandan verður slétt. Þá er eggjum, einu í senn, bætt út í ásamt vanillusykri. Þessari blöndu er því næst hellt yfir heitan botninn. Eplum, 1.5 msk sykri, kanil og negul er blandað saman og dreift jafnt yfir rjómaostablönduna.
Öllum hráefnunum fyrir mylsnuna er blandað saman í höndunum þar til hún minnir á haframjöl og er dreift yfir rjómaostablönduna. Bakað við 180 gráður í  30-40 mínútur eða þar til ostakakan er tilbúin. Ostakakan er látin kólna og því næst geymd í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nóttu, þar til að hún hefur stífnað vel. Þá er hún skorin í passlega stóra bita og borin fram með heitri karamellusósu.
IMG_7286
Karamellusósa:
 • 150 g karamellur (ég notaði Nóa karamellusprengur sem eru súkkulaðihúðaðar að þessu sinni en ég mæli með að nota hreinar ljósar Töggur)
 • 1 msk rjómi

Allt hitað í skál yfir vatnsbaði þar til karamellurnar hafa bráðnað og blandast vel saman við rjómann.

IMG_7283

5 hugrenningar um “Ostakaka með eplum og karamellusósu

 1. Það væri gott ef notað væri bollar i stadin fyrir vigt, fyrir okkur her rétt fyrir norðan Chicago og her i US.

  • Hér á landi finnst hins vegar flestum óþægilegt að nota bollamál! 😉 En það er auðvelt að slá inn í google „grams to cups“ og svo það hráefni sem þú ert að nota, þá færð þú nákvæmlega hversu marga bolla sem þú átt að nota. Eldhúsvigtir í Bandaríkjunum eru líka oft þannig að hægt er að skipta á milli oz og gramma. Þannig vigt var allavega til á heimilinu sem ég var á í Bandaríkjunum. Bestu kveðjur til ykkar norður fyrir Chicago! 🙂

 2. Sæl og blessuð Dröfn mín, Inga frá Kalamazoo hér. Mér langar að spyrja hvað Konnax hveiti er? Er það spelt hveiti? Bið að heilsa fjölskyldunni þinni.

  • Sæl Inga mín. Nei, þetta er bara venjulegt hveiti. Kornax er bara „brandið“, þ.e. framleiðandinn. Þú getur notað hvaða hveiti sem er. Bestu kveðjur til ykkar! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.