Milli þess sem ég skipulegg fermingarveisluna sem nálgast óðfluga þarf víst fjölskyldan að borða líka. Í kvöld langaði mig að hafa það sem Kaninn kallar ”comfort food”. Ég er ekki hrifin af KFC en samt er eitthvað ávanabindandi við þann kjúkling, allavega fæ ég stundum löngun í KFC þó svo að ég viti innst inni að mér finnist eiginlega ekkert varið í hann – skrítið! Ég gerði í kvöld mikið betri kjúkling sem fær samt að heita KFC – „Kleifarsels Fried Chicken”. Kjúklingurinn var ákaflega meyr og bragðgóður og féll sannarlega vel í kramið hjá öllum í fjölskyldunni. Ég ætlaði að hafa sætkartöflu franskar með kjúklingnum en það breyttist á síðustu stundu í sætkartöflumús, ég er bara með æði fyrir henni þessa dagana! Það er svo lítið mál að búa hana til, að þessu sinni skrældi ég sætkartöflur og skar í bita. Sauð bitana í vatni þar til þeir voru orðnir mjúkir, stappaði og bætti smá naturel Philapelphia osti út í ásamt Philadelphia með sweet chili) og kryddaði með chiliflögum. Það er líka hægt að nota til dæmis smjör í stað rjómaosts.
Uppskrift:
- 6 -7 kjúklingabringur (ég nota kjúkling frá Rose Poultry)
- ca. 24 Ritz kex kökur
- 2 bollar Corn Flakes
- 2 msk sesamfræ
- 1/4 -1/2 tsk cayenne pipar
- 1 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
- 2 eggjahvítur
- 1 dós jógúrt án ávaxta
- 1 msk dijon sinnep
- 1/2 tsk salt
- ólífuolía
Ofn er hitaður í 200 gráður. Ofnplata er klædd bökunarpappír og pappírinn smurður eða spreyjaður með ólífuolíu. Kornflex og Ritzkex er mulið í matvinnsluvél og blöndunni síðan blandað saman við cayanne pipar, hvítlaukskryddið og sesamfræin. Í annarri skál er eggjahvítum, dijon sinnepi, jógúrti og salti blandað saman. Kjúklingabringunum er dýft vel ofan í jógúrt blönduna og svo velt upp úr kornfleks-blöndunni þannig að kjötið sé alveg þakið. Kjúklingabringunum er raðað á ofnplötuna, þær penslaðar með smá ólífuolíu og bakaðar í ofni í ca. 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Athugið að tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á bringunum, ef þær eru litlar þarf jafnvel að taka þær út fyrr. Borið fram með sætkartöflu frönskum eða sætkartöflumús og sinnepsjógúrtssósu.
Sinnepsjógúrtsósa:
- 1 dós grísk jógúrt
- ca. 1 msk dijon sinnep
- ca. 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
- 1.5 tsk hunang
Öllu blandað vel saman með gaffli eða skeið.
Þessi er í ofninum með sætkartöflufrönskum sem eru í uppáhaldi þessa dagana. Hlakka til að smakka 🙂
Þessi réttur er algjör snilld. Dásamlega góður, mæli með honum eins og öll öðru sem ég hef prófað 😉
Gaman að heyra Rannveig, takk fyrir góða kveðju! 🙂
Enn ein frabaer uppskrift fra ther, allt svo huggulegt og gott hja ther. Eg atti ekki egg, sleppti thvi hvitunum og notadi surmjolk i stad jogurt. Thetta kom skemmtiega a ovart, langtum hollara og bragdbetra en KFC svo eg tali ekki um odyrara. Takk fyirir okkur.
En hvað þetta var skemmtileg kveðja sem gleður mig mikið Elísabet, kærar þakkir! 🙂
Svakalega góða þessar bringur, gerði sætkartöflufranskar með og þær slógu heldur betur í gegn alveg æðisleg og einföld máltíð 🙂