Fyrr í haust var ég svo heppin að vinna uppskriftasamkeppni hjá Nóa og Siríus og hlaut fyrir vikið afar rausnarleg verlaun.
Meðal þess sem ég vann var gjafabréf út að borða fyrir tvo á veitingastaðinn Kopar. Við Elfar héldum upp á það í síðustu viku að þá vorum 22 ár síðan við fórum á okkar fyrsta stefnumót. Okkur fannst því tilvalið að fara út að borða síðastliðið fimmtudagskvöld og nýta gjafakortið okkar á Kopar. Þegar við vorum lögð af stað var mér litið á gjafakortið. Ég var búin að lesa að það gilti bara í miðri viku en þarna rak ég augun í að það þýddi frá sunnudegi til miðvikudags! Ég hringdi á staðinn og þar svaraði mér afar almennileg kona, Sandra, sem leyfði okkur að koma þrátt fyrir að það væri fimmtudagskvöld.
Við áttum yndislega kvöldstund á þessum fallega veitingastað. Okkur var boðið upp á ævintýraferð sem þýddi að við fengum hvern gómsæta réttinn á fætur öðrum, dásamlega gott. Ég verð líka að hæla góðri þjónustu á staðnum, sérstaklega var hún Sandra frábær. Við getum svo sannarlega mælt með Kopar! Þessa skemmtilegu Instagram mynd hér til hægri tók Elfar inn um gluggann á Kopar, ég sit fyrir innnan og bíð eftir honum! 🙂
Auk þessa skemmtilega vinnings þá birtist uppskriftin mín í uppskriftabæklingi Nóa og Siríus sem kom nýverið út.Seint í gærkvöldi fékk ég hins vegar hringingu frá örvæntingafullum bakara. Þó svo að ég hafi sent Nóa og Siríus villulausa uppskrift þá datt út í bæklingnum þeirra hluti af framkvæmdinni. Það vantar hvenær nota eigi sykurinn. Örvæntingafulli bakarinn sem hringdi í mig í gærkvöldi stóð í stórbakstri og var í vandræðum með uppskriftina. Fyrir alla hina sem standa í sömu sporum þá á sykurinn að fara út í pottinn með eggjunum! 🙂 En svo er líka villulausa uppskrift að finna hér á síðunni minni, endilega farið eftir henni.
Ég er búin að gera þessa köku tvisvar sinnum, í bæði skiptin með Pipp karamellu súkkulaðikremi. Hættulega gott 😉
Frábært að heyra Hrönn! 🙂
en gaman að heyra hvað þetta var góð upplifun og til hamingju með árin öll, en hvað er þetta með þig og þjónustustúlkur, áttu eina í hverri höfn? Sandra, María mey!!!! 😉
Takk Fríða mín! 🙂 Já, er að koma mér upp góðu liði! 😉
Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur