Sætar kartöfluskífur með karamellíseruðu kryddmauki


Sætar kartöfluskífur með karamellíseruðu kryddmauki

Það kannski segir sig sjálft að ég hef mjög gaman af því að lesa önnur matarblogg. Mér finnst ótrúlega magnað að sjá hversu mörg flott íslensk matarblogg eru að finna eftir ungar íslenskar konur, rétt undir og yfir tvítugu. Ég veit ekki hvort ég hefði haft frumkvæði og dugnað til þess að halda úti matarbloggi þegar ég var á þeirra aldri. En það var nú líka löngu fyrir tíma netsins – á síðustu öld nánar tiltekið! Ég hefði þess að auki þurft að taka myndir á myndavél með filmu og kaupa flasskubba á myndavélina líka! 🙂

Hér eru nokkur dæmi um matarblogg sem ungar og kraftmiklar íslenskar stelpur halda úti.

Matargleði er matarblogg sem 19 ára stúlka úr Eyjafirði heldur úti. Á Matargleði er að finna girnilegt safn af flottum uppskriftum frá þessum unga matgæðingi.

Eva Brink er tveggja barna móðir og háskólanemi, einungis 24 ára gömul. Þessi dugnaðarforkur heldur út fallegu og gómsætu matarbloggi sem er að finna hér.

Cakes of Paradise er matarblogg 18 ára stúlku frá Akureyri með afar ljúffengum uppskriftum og myndirnar sem hún og mamma hennar taka eru gordjöss!

Ég hvet ykkur til að kíkja á matarbloggin hjá þessum ungu, duglegu stelpum!

Um helgina bjó ég til súpergott meðlæti með sunnudagssteikinni. Mér finnst sætar kartöflur svo góðar og mig langaði að búa til eitthvað nýtt úr þeim. Úr varð að ég gerði sætar kartöfluskífur með karamellíseruðu kryddmauki. Mér fannst það koma svo vel út að ég hefði alveg getað haft þær í aðalrrétt! 🙂

IMG_0632

Uppskrift

 • 700 g sætar kartöflur (gott að reyna að velja fremur ílangar til að sneiðirnar verði fleiri og minni)
 • 2 msk púðursykur
 • 1 tsk sjávarsalt (t.d. frá Saltverk)
 • 1/2 tsk cumin
 • 1/2 tsk paprika
 • 1 tsk chili flögur eða duft (ég notaði chili explosion)
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • ca 1/2 tsk grófmalaður svartur pipar
 • 3 msk smjör, brætt
 • 3 msk olía

 Sætu kartöflurnar eru skrældar og skornar í sneiðar, ca 1 og 1/2 cm á þykkt. Vatn er sett í pott, saltað og suðan látin koma upp. Þá eru sætu kartöflusneiðarnar settar út í og látnar sjóða þar til þær fara að mýkjast, í ca. 10-12 mínútur. Ofn er hitaður í 200 gráður. Kryddunum ásamt púðursykrinum er blandað saman í litla skál. Brædda mjörinu og olíunni er blandað saman. Þegar kartöflusneiðarnar eru farnar að mýkjast eru þær veiddar upp úr pottinum, gott að raða þeim á grind, þeim leyft að kólna aðeins og þerraðar með eldhúspappír (þær þurfa að vera þurrar til að karamellíserast í ofninum).

IMG_0600

Kartöfluskífunum er raðað á ofnplötu klædda bökunarpappír, hliðin sem snýr upp á skífunum er smurð vel með helmingnum af smjör-olíublöndunni. Því næst er helmingnum af kryddblöndunni dreift yfir kartöfluskífurnar og þrýst dálítið ofan í smjörblönuna. Þá er skífunum snúið við og þetta endurtekið á þeirri hlið með afgangnum af smjör- og kryddblöndunni.

IMG_0611

Sett inn í ofn í 10-15 mínútur þar til kryddblandan hefur tekið góðum lit og er farin að karamellíseras. Þá er platan tekin út, kartöfluskífunum snúið við og sett aftur inn í ofn í 10-15 mínútur þar til kryddblandan þeim megin hefur einnig tekið lit og bráðnað vel. Borið fram sem meðlæti með til dæmis grilluðu lambakjöti, kjúklingi eða hverju því sem hugurinn girnist.

IMG_0624Ekki verra að bera þær fram með grilluðum lambalundum með bearnaise sósu.

IMG_0642

7 hugrenningar um “Sætar kartöfluskífur með karamellíseruðu kryddmauki

 1. Ó my Lord!!! Prófa þessar á morgun, síðasta afmælisveislan í afmælistörninni annað kvöld svo þá skal sko vanda til verka! Hlakka til 🙂

 2. mmm alveg æðislegar, stóðust allar væntingar, verða eldaðar svona hér eftir! Takk fyrir mig 🙂

 3. Var með grillað lambalæri og þetta geggjaða meðlæti, svo gaman að hafa eitthvað nýtt með:) hrein snilld, mun gera þetta mikið aftur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.