Draumaterta með fílakaramellukremi


Draumaterta með fílakaramellukremi

„Hvaða hrúgald er þetta“, gætuð þið réttilega spurt ykkur að – „Draumaterta með fílakaramellukremi!“ svara ég þá! Það mætti halda að við lifðum á tertum í sumarfríinu.  Svona slæmt er þetta nú samt ekki alveg hjá okkur. Ástæðan fyrir öllum kökuuppskriftunum hér á síðunni upp á síðkastið er sú að ég var með afmælisveislu um daginn og prófaði nokkrar nýjar tertur sem mig langar að setja hér í uppskriftasafnið mitt.

Fyrir löngu síðan prentaði ég út tertuuppskrift og setti í uppskriftamöppuna mína. Ég man ekki lengur hvaðan uppskriftin kom en mér leist vel á hana og hafði hugsað mér að prófa þessa tertu við gott tækifæri. Uppskriftin féll hins vegar í gleymskunnar dá þar til ég tók til í eldhússkápunum um daginn . Ég ákvað að prófa tertuna og bjóða hana í afmælisveislunni hans Vilhjálms. En þegar ég hafði bakað botnana þá leist mér ekkert á þá. Mér fannst þeir verða harðir og bakast afar ójafnt. Ég skellti nú samt rjóma á milli botnanna og kreminu ofan á kökuna (ég smakkaði á kreminu og það var ljúffengt!). Svo tilkynnti ég afmælisgestunum að þessi kaka væri alveg misheppnuð (í ofanálag lenti hún í óhappi í ísskápnum og var hálf-löskuð!). Ég sagði gestunum að þeir mættu gjarnan smakka á tertunni, svona til að staðfesta að hún væri misheppnuð, en þyrftu ekki að vera kurteisir og klára hana. Hins vegar fór svo hún var kosin besta tertan (í afar óformlegum kosningum!) á kaffihlaðborðinu! Tertan var það vinsæl að ég náði bara einni pínulítlli sneið, eða ekki einu sinni sneið, meira svona lítilli hrúgu, til þess að taka mynd af. Myndir af þessari tertu eru því bæði af skornum skammti auk þess sem hún var ekkert sérlega falleg! Þið verðið því að taka viljann fyrir verkið og trúa afmælisgestunum mínum þegar þeir segja að tertan hafi verið ljúffeng! 🙂

Uppskrift:

  • 200 g sykur
  • 3 egg
  • 100 g pecanhnetur, saxaðar meðalgróft
  • 100 g döðlur, saxaðar meðalgróft
  • 100 g suðusúkkulaði, saxað meðalgróft
  • 50 g kornflex
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 líter rjómi

IMG_1379

Fílakaramellukrem:fílakaramella

  • 200 g fílakaramellur
  • 1 dl rjómi

Ofn hitaður í 200 gráður. Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Þá er
pecanhnetunum, döðlunum, suðusúkkulaðinu ásamt kornflexinu og lyftidufti bætt út í varlega með sleikju.

IMG_1381

Tvö smelluform (ca. 24 cm) smurð og deiginu skipt á milli þeirra. Bakað við 200 gráður í um það bil 20-30 mínútur. Tíminn getur verið dálítið misjafn eftir ofnum, það þarf að fylgjast með botnunum og meta tímann. Botnarnir eru kældir.
1/2 líter rjómi þeyttur og settur á milli botnanna. Ég skildi dálítið eftir að rjóma til að skreyta tertuna með.

Fílakaramellur settar í pott ásamt rjómanum og hitað við vægan hita þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hafa blandast saman við rjómann. Þá er kremið látið kólna þar til það er hæfilega þykkt – það er að það sé hægt að hella því yfir tertuna án þess að það leki of mikið. Eftir að kremið er sett á kökuna er hún geymd í ísskáp þar til að kremið er orðið kalt og stífnað.  Þá er kakan skreytt með afgangnum af þeytta rjómanum. Ég skar niður nokkrar fílakaramellur smátt og dreifði yfir tertuna en ég mæli reyndar ekki með því. Mér fannst karamellurnar of seigar undir tönn til þess að nota þær sem skraut.

IMG_1419

13 hugrenningar um “Draumaterta með fílakaramellukremi

  1. Ekkert smá girnilegt 🙂 Góð kona sagði einu sinni við mig( þegar ég var að kvarta yfir að kaka hjá mér væri hálf misheppnuð í útliti) eftir því sem kakan er ljótari þá bragðast hún pottþétt betur 🙂 Mér fannst þetta mjög gott svar hjá henni og kakan mín var náttúrulega afar ljúfeng 🙂
    Svo ég ætla að prufa þessa,ekki spurning

  2. Dásemdin ein þessi botn, bætti aðeins kókos útí það var mjög gott.
    Þetta er bara „botninn“ !! Á pottþétt eftir að gera þessa köku aftur.
    Var bara með hana einfalda, síðan rjóma, karmellukrem og jarðaber.
    Takk kærlega fyrir !

  3. Var með afmæli í gær og auðvitað er ég með einhverjar uppskriftir frá þér, á nú mjög erfitt með að velja úr svo ég fæ manninn minn til að hjálpa mér líka 😉
    Var með þessa góðu köku og fékk mikið hrós fyrir hana þó svo hún sé ekki mjög falleg þegar maður er búin að skera sér sneið eins og þú segjir.Ég rétt fékk seinustu sneiðina til að smakka hvað ég var nú að bjóða upp á góða köku 🙂
    Svo var ég með klessuköku með daimrjóma og uuuummmm hvað hún er góð, alveg geggjuð, gerði svo franska súkkulaði köku og gerði hana tvöfalda í ofnskúffuna algjört æði með jarðaberi ofan á, gerði hafraklattana fóru vel í börn og fullorðna og gerði ávaxtakall sem er einmitt í hugmyndunum fyrir afmæli hjá þér og VVÁÁ hvað hann fór hratt krakkarnir gjörsamlega hökkuðu hann í sig.
    Alltaf svo góðar uppskriftir hjá þér og svo gott hvað það eru frábærar útskýringar, þúsund þakkir allir fóru saddir og sækir úr afmælinu og þá er ég glöð 🙂

    • Mikið var þetta gaman að heyra Halla Björk! 🙂 Það er frábært að fá svona góða kveðju og það gleður mig mikið hvað þú ert dugleg að nota uppskriftirnar og skilja eftir komment hér á síðunni! 🙂

  4. Hæ þessi kaka er nú með þeim betri sem ég hef smakkað og takk fyrir frábæra uppskrift. En ég velti einu fyrir mér, úr því að það er lyftiduft, hvort að það vanti hveiti í uppskriftina?

    Kakan hjá mér varð nokkuð hörð og brotnaði aðeins í hliðunum þegar ég tók hana úr forminu. En það lagaðist þegar ég var búin að setja rjóma og láta standa yfir nótt. Þá var hún öll mjúk og fín. Kannski ég þurfi að baka hana í styttri tíma næst 😉

    • Sæl Rut. Nei, það á örugglega ekki að vera hveiti í henni. Þetta er í raun marengs (oft sett lyftiduft í marengs) með allskonar gúmmelaði í. Ég held að það sé best að lækka hitann, prófa að baka botnana á ca. 180 gráðum og jafnvel stytta tímann eitthvað, ég ætla að gera það næst. 🙂

  5. Bakvísun: Draumaterta meA� fA�lakaramellukremi | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.