Quesadillas


Quesadillas

Núna er ég komin í sumarfrí frá aðalvinnunni minni en þá hittist þannig á að það er brjálað að gera í aukavinnunni minni. Síðastliðinn föstudag tók ég fjórtán tíma vinnutörn og henni er ekki lokið enn. Það dregst því að ég geti notið sumarfríisins. En um helgina var ég allavega í fríi og gerði margt skemmtilegt. Í gær fórum við í glæsilega fermingaveislu og seinna um daginn var Símon „litli“ bróðir minn með útskriftarveislu. Þessi snillingur er kominn með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði.

Simon

Klára og myndarlega verkfræðingaparið, Bryndís og Símon og girnilegar veitingar í veislunni þeirra.

Þar með erum við öll þrjú systkinin orðnir meistarar! 😉 Guðjón bróðir er nefnilega með meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði og ég í bókasafns- og upplýsingafræði. Ég gerði einn rétt fyrir útskriftarveisluna hjá Símoni bróður, quesadillas. Þessar fylltu mexíkósku pönnukökur eru afar sniðugar í veislur og partý. Það er hægt að gera svo margar mismunandi fyllingar, það er fljótlegt að útbúa þær og síðast en ekki síst eru þær afar bragðgóðar.

Simon1

Ég prófaði annars vegar að leggja eina pönnuköku ofan á aðra og hinsvegar að setja fyllingu öðrum megin á pönnukönuna og loka henni með því að brjóta hana saman. Hið síðarnefnda var einfaldara því þá komust fleiri pönnukökur á bökunarplötuna, eins helst fyllingin betur í pönnukökunni. Gott er að bera quesadillurnar fram á meðan þær eru enn heitar en þær eru samt ekkert síðri orðnar kaldar.

IMG_0390Það er hægt að leggja tvær tortillur saman og skera síðan í átta bita en mér fannst best að brjóta eina saman og skera hana svo í fjóra bita. 

Ég gerði nokkrar tegundir af quesadillas að þessu sinni. Sumt hafði ég skipulagt fyrirfram, annað kom að sjálfu sér útfrá því sem ég átti til í ísskápnum. Hér gef ég uppskriftir að helstu tegundunum.

IMG_0680

Quesadillur í bígerð – tekið af Instagram

Quesadillas með gullosti og mango chutney

  • Gullostur
  • mango chutney
  • tortillas pönnukökur

IMG_0382Hér setti ég fyllingu á alla pönnukökuna og svo aðra yfir

Pönnukakan er smurð með mango chutney, gott að skera mangóbitana í minni bita. Því næst er Gullosturinn skorinn í sneiðar og þeim raðað fremur þétt á annan helminginn á pönnukökunni. Þá er henni lokað og hún sett á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitað í ofni við 200 gráður undir- og yfirhita (190 gráður blástur). Álpappír er lagður yfir pönnukökurnar fyrstu 5 mínúturnar. Þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 5-6 mínútur. Quesadillunum er síðan leyft að kólna aðeins, þá eru þær skornar í fernt.

IMG_0427

Quesadillas með mozzarella, basiliku og tómötum

  • Mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum)
  • fersk basilika
  • tómatar
  • svartur grófmalaður pipar
  • tortillas pönnukökur

IMG_0466

Mozzarellakúlan er sneidd í fremur þunnar sneiðar og raðað á annan helming pönnukökunnar. Þá eru tómatarnir skornir í tvennt og kjötið hreinsað innan úr þeim (það er ekki notað, vökvinn verður of mikill). Það sem eftir verður er skorið í lita bita og dreift yfir mozzarella ostinn. Þá er basilikan söxuð og dreift yfir að lokum ásamt dálitlum pipar. Þvi næst er pönnukökunni lokað og hún sett á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitað í ofni við 200 gráður undir- og yfirhita (190 gráður blástur). Álpappír er lagður yfir pönnukökurnar fyrstu 5 mínúturnar. Þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 5-6 mínútur. Quesadillunum er síðan leyft að kólna aðeins, þá eru þær skornar í fernt.

Quesadillas með steiktum sveppum, steinselju, rifnum mozzarellaosti og parmesan

  • sveppir
  • grænmetiskraftur
  • salt og svartur pipar
  • fersk blaðasteinselja, söxuð smátt
  • smjör til steikingar
  • rifinn mozzarellaostur eða gratínostur
  • ferskur parmesan ostur, rifinn
  • tortilla pönnukökur

IMG_0393IMG_0395

Sveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir upp úr smjör á pönnu, kryddaðir með salti, pipar, ferskri steinselju og grænmetiskrafti. Þegar sveppirnir eru mátulega steiktir eru þeir veiddir af pönnunni og fitan látin leka af þeim. Því næst er þeim dreift yfir annan helminginn á pönnukökunni. Rifnum mozzarellaosti og parmesan osti er dreift yfir sveppina. Þá er pönnukökunni lokað og hún sett á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitað í ofni við 200 gráður undir- og yfirhita (190 gráður blástur). Álpappír er lagður yfir pönnukökurnar fyrstu 5 mínúturnar. Þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 5-6 mínútur. Quesadillunum er síðan leyft að kólna aðeins, þá eru þær skornar í fernt.

IMG_0406

Quesadillas með pestó, skinku, parmesan, basiliku og rifnum mossarellaosti

  • Pestó að eigin vali, ég notaði pestó með valhnetum og papriku frá Jamie Oliver (fæst allavega í Krónunni) – má líka sleppa og nota bara neðangreint hráefni
  • reykt skinka
  • parmesan ostur, rifinn
  • rifinn mozzarella ostur eða gratínostur
  • tortilla pönnukökur
  • ferskt basilika (eða blaðasteinselja), saxað smátt

IMG_0399

Pönnukakan er smurð með pestóinu (má líka sleppa). Því næst er skinkan skorin í bita og henni raðað fremur þétt á annan helminginn á pönnukökunni. Að lokum er rifnum mozzarellaosti og rifnum parmesan osti ásamt basiliku (eða blaðasteinselju) dreift yfir skinkuna. Þá er pönnukökunni lokað og hún sett á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitað í ofni við 200 gráður undir- og yfirhita (190 gráður blástur). Álpappír er lagður yfir pönnukökurnar fyrstu 5 mínúturnar. Þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 5-6 mínútur. Quesadillunum er síðan leyft að kólna aðeins, þá eru þær skornar í fernt.

IMG_0403

Quesadillas með fetaosti, svörtum ólífum og chili

  • 1/2 rautt chili
  • ca 100 gr mozzarella ostur, rifinn
  • 50 g fetaostur
  • ca. 12 svartar ólífur
  • ca. 1 1/2 msk ferskt kóríander, saxað
  • 2 -3 tortillur

IMG_0387

Þar sem búið er til mauk úr þessari fyllingu gef ég upp nákvæmari mælieiningar á hráefnunum hér en fyrir hinar fyllingarnar. Fræhreinsið og saxið chili-aldinið og setjið það í matvinnsluvél ásamt mozzarella osti, fetaosti, ólífum og kóríander og látið vélina ganga þar til allt er orðið að grófgerðu mauki. Einnig má saxa allt smátt og hræra saman í skál. Ostamaukinu er skipt jafnt á tvær eða þrjár tortillur og þær lagðar saman. Tortilla pönnukökurnar eru settar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitað í ofni við 200 gráður undir- og yfirhita (190 gráður blástur). Álpappír er lagður yfir pönnukökurnar fyrstu 5 mínúturnar. Þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 5-6 mínútur. Quesadillunum er síðan leyft að kólna aðeins, þá eru þær skornar í fernt.

IMG_0412

 

9 hugrenningar um “Quesadillas

  1. Takk Æðislega fyrir þetta, er einmitt að halda útskriftar veislu næstu helgi fyrir yngri dótturina,og því er þetta kærkomið.Ég nota síðuna þína mikið og tl hamingju með „litla“ bróðir.

  2. Ekkert smá girnó … verð að prófa þetta í næstu veislu 😉

  3. Bauð vinkonum mínum í saumó upp á þessar quesadillas sem léttan kvöldmat í gær.
    Þær voru yfirsig hrifnar af þessu , mjög einfalt og gott og sá hvað það er auðvelt að setja allskonar a þær 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.