Súkklaðimús með karamelliseruðum perum


IMG_9047

Gleðilega páska kæru lesendur! Páskadagurinn hefur verið sólríkur og ljúfur. Flestir eru væntanlega búnir njóta góðrar páskadagsmáltíðar. Ég get séð á tölfræðinni á blogginu mínu hver virðist vera vinsælasti maturinn í dag. Hægeldað lambalæri, lambahryggur og hamborgarhryggur á vinninginn ásamt góðum kartöflum! Þetta eru sem sagt vinsælustu leitarorðin á leitarvélum, til dæmis á Google, sem leiða inn á síðuna mína þennan dásamlega páskadag. Það væri gaman að heyra hvaða páskamatur var á ykkar borðum í dag! 🙂

wordpress

Í gærkvöldi nutum við stórfjölskyldan páskamáltíðar saman heima hjá foreldrum mínum. Í matinn voru gómsæt lambafille. Ég útbjó eftirrétt sem hlaut góðar undirtektir, svo góðar að meira að segja Símon bróðir sem er ekki hrifinn af eftirréttum var búinn með sinn skammt áður en flestir höfðu byrjað á sínum! 😉

páskar

Mér finnst alltaf svolítið skemmtilegt að bera eftirrétti fram í litlum skálum fyrir hvern og einn, það er einhvern veginn meiri lúxus tilfinning yfir því. Ég gerði 16 eftirrétti og þá gildir að eiga nægilega mikið af skálum og pláss í ísskápnum!

IMG_9049

Uppskrift fyrir 6:

  • 4 perur (best að nota harðar perur)
  • 2 msk smjör
  • 3 msk sykurIMG_9039
  • 3 dl rjómi
  • 150 g súkkulaði (ég blandaði mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði til helminga)
  • 3 eggjarauður
  • rifið súkkulaði til skrauts
Perurnar eru afhýddar og skornar í bita. Smjörið og sykurinn hitað á pönnu þar til það byrjar að brúnast og mynda karamellu. Þá er perunum velt upp úr karamellunni á meðalhita í nokkrar mínútur þar til perurnar hafa mýkst og fengið karamelluhúð. Perunum er skipt í sex glös eða skálar.
IMG_9043
Rjóminn er þeyttur og geymdur í ísskáp. Þá er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði á meðan eggjarauðurnar eru þeyttar í skál með handþeytara eða við hægan hraða í hrærivél. Þegar brædda súkkulaðið hefur kólnað dálítið er því bætt út í eggjarauðurnar og þeytt vel á meðan. Þá er þeytta rjómanum blandað vel saman við súkkulaðiblönduna. Súkkulaðimúsinni er dreift jafnt yfir perurnar í skálarnar sex. Skreytt með rifnu súkkulaði og geymt í ísskáp þar til borið fram.
IMG_9051

5 hugrenningar um “Súkklaðimús með karamelliseruðum perum

  1. Ég eldaði hægeldaða lambalærið af vefnum hjá þér, það varð ofeldað hjá mér á 90 svo ég þarf að lækka hitann og gera ráð fyrir styttri eldunartíma. Annars mjög bragðgott.

    • Sæl Guðrún. Eins og ég tek fram í uppskriftinni þá er best að nota kjöthitamæli til þess að vera alveg viss um að ofelda ekki lærið. Vonandi gengur betur næst! 🙂

  2. Hér á borðum var lambahriggur eins og mamma eldaði hann, kriddaður með salti, pipar og ég bæti við kvítlauksdufti og eldaður í 3 klst (45 mín á 200 gráður og restin af tímanum er á 150 gráður, rabbabarasulta, kartöflur + ferskt salat með

  3. Mágkona mín og börn koma í mat í kvöld og ætlum við að hafa hægeldaða lambalærið. Hlakka til að borða það 🙂
    Gleðilega páska og takk fyrir skemmtilega síðu með fullt af góðum uppskriftum 😉

  4. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.