Tómatsúpa með pasta


IMG_8064Ég sagði frá því í gær að ég hefði gert tvenns konar ljúffengar súpur. Hér kemur uppskriftin af þeirri seinni. Það er pasta í þessari súpu og í raun getur maður spurt sig hvenær slík súpa hættir að vera súpa og er orðin pastaréttur. Grunnurinn er alveg sá sami nema að „sósan“ í súpunni er þynnri og það er meira magn af henni heldur en ef gerður er pastaréttur með svipuðu hráefni. Ég átti töluvert af rjóma eftir bolludaginn og notaði alveg þrjá desilítra af rjóma í súpuna. Kannski ekki það hollasta en ó svo gott! 🙂 Þetta er virkilega góð súpa og ákaflega gott að nota út í hana bæði beikon og fetaost. Ég mæli með þessari!

Uppskrift:

  • 3 dósir tómatar í dós (ég valdi með basilku og oregano)
  • 3 skarlottulaukar, fínsaxaðir (líka hægt að nota hluta úr venjulegum lauk)
  • 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • olía
  • 7 dl vatn
  • 1 dl rjómi (ég notaði notaði reyndar 3, mæli með því!)
  • 2 grænmetisteningar (eða 2 tsk grænmetiskraftur í lausu)
  • 1 1/2 msk sykur
  • salt og pipar
  • cayenne-pipar
  • jurtakrydd eftir smekk (t.d. basilka og oregano)
  • 4 dl pasta (ég notaði makkarónur)
  • beikon, skorið í bita og steik þar til stökkt
  • fetaostur (án olíu), mulið

Laukur og hvítlaukur er steiktur upp úr olíu í stórum potti þar til laukurinn er orðin glær. Þá er kryddunum bætt út í og þau látin malla í stutta stund með lauknum ásamt smá hluta af vatninu. Því næst er tómötunum bætt út í, grænmetiskrafti auk sykursins og restinni af vatninu. Súpan er látin malla í hálftíma. Þegar ca. 15-20 mínútur eru liðnar af suðutímanum er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél (hægt að sleppa en mér finnst það betra) og svo er ósoðnu pastanu bætt út í. Í lok suðutímans er súpan smökkuð til með meira kryddi og rjómanum bætt út í. Súpan er borin fram með steiktum beikonbitum og muldum fetaosti.

IMG_8070

6 hugrenningar um “Tómatsúpa með pasta

  1. Auðvitað finn ég það sem ég er að leita að á uppáhaldas blogginu mínu 🙂 þessi verður elduð í kvöld.

    • Æ hvað það var skemmtilegt að heyra! 🙂 Það verður gaman að heyra hvað þér finnst um súpuna, við erum voða hrifin af henni! 🙂

      • Hún er draumur í dós 🙂 alveg geggjuð. Þessi fer í uppskriftasafnið og verður notuð oft.
        Takk fyrir þetta frábæru síðu, einfaldar og góðar uppskriftir.

  2. HVAR FÆRÐU 40% RJÓMA??? (sorrí öskrið). Ég fékk svoleiðis einu sinni í Laugu, ættað frá Erpsstöðum en hef ekki séð það síðan. Stundum þarf maður svona feitan rjóma, ég er til dæmis með kaffiísuppskrift frá Nigellu sem þarf double cream í og þessi venjulegi 36% rjómi bara dugar engan veginn.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.