Hvítlauksbrauð Ínu


IMG_7329Ég hef sagt frá því áður hvað mér finnst gaman að horfa á Food Network og ég haldi mest upp á þáttinn Barefood Contessa. Þar er Ina Garten við völd með frábærar uppskriftir. Ég fór að hugsa það um daginn að þó hún hafi veitt mér ýmisskonar innblástur þá hef ég ekki beint prófað uppskriftirnar hennar. Ég fór því á stúfana að skoða uppskriftirnar hennar Ínu. Ég á engar uppskriftabækur eftir hana en það kemur ekki að sök þar sem þær eru örugglega allar á netinu. Netið er algjör himnasending þegar kemur að uppskriftum (og öllu öðru!)! Ég var með gómsætan lax í matinn og fann uppskrift af girnilegu hvítlauksbrauði frá Ínu sem ég sá í hendi mér að myndi smellpassa með laxinum. Þetta er svolítið svindl brauð því það er ekki ekki heimabakað en svakalega er það gott! Það er auðvitað líka bara himnasending að fá svona gott brauð með hér um bil engri fyrirhöfn. Í uppskrift Ínu mælir hún með því að nota Ciabatta brauð. Ég keypti hins vegar birkibrauð sem kom afar vel út því það er með stökkum hjúp og er mjúkt og ljóst að innan. Ég mæli svo mikið með þessu hvítlauksbrauði sjóðandi heitu og ljúffengu með einhverjum góðum matrétti!

IMG_7317

Uppskrift:

  • 6 hvítlauksrif, söxuð
  • 30 g steinselja (ítölsk, þessi með flötu blöðunum)
  • 30 g oregano blöð (bergmynta) ég notaði kóríander í staðinn og það kom vel út
  • 1/2 tsk maldon salt salt (ég notaði líka Parmesan/basil saltið sem mér áskotnaðist í jólagjafapakkarugli í saumó – takk Laufey!)
  • svartur nýmalaður pipar
  • 40 g ólífuolía
  • 1 brauðhleifur, t.d. ciabatta brauð (hér notaði ég birkibrauð)
  • 1 1/2 tsk mjúkt smjör

IMG_7314

Bakarofn hitaður í 160 gráður. Hvítlaukurinn settur í matvinnsluvél þar til hann er fínhakkaður. Þá er oreganoblöðum, steinseljublöðum, salti og pipar bætt út í og vélin látin ganga nokkrum sinnum þar til þau eru grófhökkuð. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél er hægt að fínhakka allt með hníf.

Olían hituð á pönnu við meðalhita og lauk/kryddjurtablöndunni bætt út, steikt í örstutta stund á vægum hita og svo er pannan tekin af hellunni. Brauðið er skorið langsum og smjörinu smurt á neðri helminginn. Þá er blöndunni á pönnunni dreift yfir neðri helming brauðsins. Mér fannst reyndar gott að smyrja blöndunni á báða helminga brauðsins, þá er jafnvel hægt að bera það fram í tveimur helmingum í stað þess að vera lagt saman. Því næst er brauðið lagt saman, því pakkað inn í álpappír og það hitað í ofni við 160 gráður í 5 mínútur. Þá er álpappírinn tekin af brauðinu og það bakað í 7-10 mínútur til viðbótar.

IMG_7321

5 hugrenningar um “Hvítlauksbrauð Ínu

  1. Bakvísun: Mexíkósk kjúklingasúpa með heimagerðum tortillas flögum | Eldhússögur

  2. Bakvísun: Lax með geitaosti | Eldhússögur

  3. Bakvísun: Matargat – Fjögurra osta pasta

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.