Sörur


Sörur

Mér finnst sörur mjög misgóðar. En þessar eru algjört nammi! Botninn er stökkur og loftkenndur, kremið bragðgott með engu yfirgnæfandi kaffibragði og súkkulaðihjúpurinn þykkur og góður! Ég fer alltaf ákaflega vel út úr sörubakstrinum fyrir hver jól. Mamma nefnilega undirbýr botna og kremið en svo mætum við Inga frænka bara á staðinn og setjum saman sörurnar! Í dag gerðum við 350 gómsætar kökur.

Sörur

Uppskrift (ca. 60 kökur)

  • 3 eggjahvítur
  • 200 gr. flórsykur
  • 200 gr. fínakkaðar möndlur (heilar hýðislausar möndlur hakkaðar fínt í kvörn)

Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykurinn sigtaður yfir og hrært varlega saman við með sleikju ásamt möndlunum. Sett á plötu, klædda bökunarpappír, með tveimur teskeiðum og bakað við 180°C í ca. 15 mínútur.

Sörur

Sörukrem:

  • ¾ dl. sykur
  • ¾ dl vatn
  • 3 eggjarauður
  • 150 gr. smjör, mjúkt
  • 1 msk. kakó
  • 1 tsk. kaffiduft (instant kaffi)

Sykur og vatn sett í pott og soðið saman í síróp, það tekur u.þ.b. 8 -10 mín. Nauðsynlegt er að hafa góðan hita. Tilbúið þegar fer að freyða. Eggjarauðurnar eru þeyttar þar til þær eru kremgular og þykkar. Hellið sírópinu úr pottinum í mjórri bunu út í, þeytið á meðan þar til blandan er orðin létt og loftmikil. Látið kólna. Mjúka smjörinu þá bætt út í, þeytt á meðan. Að lokum er kakói og kaffidufti sigtað út í (instant kaffi er gróft, því er gott að mylja það í gegnum sigtið með skeið, einnig er hægt að mylja það í morteli áður en það er sigtað). Kremið kælt í ísskáp.

Súkkulaðihjúpur 

  • 1 ½  – 2 pokar suðususúkkulaði (mér finnst best, og gefa fallegasta glansinn, að nota súkkulaðidropa frá Freyju)Súkkulaði dropar - Freyja.is

Brætt í örbylgjuofni.

Sörur

Kreminu er smurt á botninn á kökunum, frekar þykkt lag. Þá eru kökurnar kældar með kreminu á í smá stund. Því næst er kremhlutanum dýft ofan í brædda súkkulaðihjúpinn og hjúpnum leyft að stífna. Það þarf kannski að hita súkkulaðihjúpinn aftur í örbylgjuofninum á meðan dýfingunum stendur ef hann verður of stífur. Þegar hjúpurinn hefur stífnað á kökunum er best að raða þeim í box með góðu loki, með t.d. bökunarpappír á milli. Það þarf að geyma sörurnar í frysti og bera þær fram beint úr frystinum, þær þiðna mjög fljótt.

SörurSörur

28 hugrenningar um “Sörur

  1. Ég sprauta kreminu alltaf á sörurnar, thad er bædi fljótlegra og fallegra. Fín uppskrift.

  2. Hvernig færðu þær svona rosalega flottar, kökurnar mínar verða alltaf eitthvað klesstar sama hvað ég reyni 😦

    • Sæl Rósa. Ég veit svo sem ekki hvers vegna þetta gerist hjá þér en það þarf að huga að nokkrum atriðum. Mikilvægt er að skálin sem notuð er sé hrein og fitulaus. Þegar eggin eru aðskilin má engin eggjarauða komast í eggjahvítuna. Það þarf að stífþeyta eggjahvíturnar vel, þar til að hægt er að hvolfa skálinni án þess að eggjahvítan detti úr en þó þarf að passa að ofþeyta ekki eggjahvíturnar heldur. Þegar flórsykri og möndlum er blandað út í þarf að gera það varlega þannig að loftið fari ekki úr eggjahvítunum. Svo eru bakarofnar auðvitað misjafnir, kannski þarftu að endurskoða hitastigið eða breyta úr undir/yfirhita í blástur eða öfugt. Ef kökurnar festast alltaf við bökunarpappírinn gætir þú prófa að nota slíkt úr sílikoni. En ef að kökurnar heppnast þá ættu þær ekki að festast við bökunarpappírinn. Vonandi gengur þetta betur næst hjá þér, gangi þér vel! 🙂

  3. Mig langar bara að segja þer að mer finst allar uppskriftirnar þinar frábærar eg hef aldrei prufað svona margar nyjar uppskriftir :)þú ert bara frábær takk fyrir mig 🙂

    • Ég hef ekki reynsluna af því Anna Sigrún og þori því ekkert að segja! 🙂 Ég myndi samt hafa áhyggjur af því að möndlumjölið væri of fínt þar sem að möndlurnar á að fínhakka en ekki gera þær alveg að mjöli.

  4. Hæhæ!
    Má nota venjulegt suðursúkkulaði í staðinn fyrir dökka hjúpdropar frá Nóa og Siríus?

    • Það er ekkert mál Kristín. Við notum hjúpdropana því þeir gefa svo fallegan glans á sörurnar en það er vel hægt að nota venjulegt suðusúkkulaði líka.

  5. Ég mæli ekki með möndlumjöli, gerði tilraun með það í fyrra… 🙂

  6. sæl, hjá mér er hnetuofnæmi og langar viðkomandi oft að smakka sörur . Hvað get ég notað í staðin fyrir möndlur ? Hef hugsað mér kókósflögur en kannski hefur þú eða aðrir betri hugmynd.

    • Sæl Arnheiður. Er sem sagt alhliða hnetu ofnæmi á heimilinu hjá þér eða bara jarðhnetuofnæmi? Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum. Ef aðili er með jarðhnetuofnæmi getur hann oftas notað t.d. pekanhnetur. Þannig að ef að möndlur ganga ekki þá væri hægt að nota heslihnetur í sörurnar t.d.
      En nú hljómar á þér eins og allar hnetur séu úti vegna ofnæmis á heimilinu hjá þér og þá er ég eiginlega alveg lens hvað hægt sé að nota í staðinn. Ég er nú bara leikmaður sem deili með mér uppskrifum og því ekki sú besta til að spyrja. Mér dettur í hug að þú getir spurt Nönnu Rögnvaldar sem er gangandi uppflettirit þegar kemur að mat! 🙂 http://nannarognvaldar.wordpress.com/spurningar-og-kannski-svor/

      • Það er hægt að nota Rice crispies í botnana. Sumir eru ekkert fyrir möndlubragðið og þá er þetta sniðug lausn nú og auðvitað fyrir þá sem eru með ofnæmi.

  7. Er alltaf í vandræðum með að bræða súkkulaðið, hvað ertu með langan tíma í örbylgjunni ?

    • Ég set bara lítið í einu inn í örbylgjuofn, byrja með mínútu og vinn mig út frá því. Svo eftir að maður byrjar að nota það stífnar það smátt og smátt þannig að maður þarf að hita það aftur og bæta við meira súkkulaði.

  8. Allt svo girnilegt Hjá þér og er ég búin að prófa mikið😉
    Ég ætla Að gera sörur fyrir jólin, en fyrir hver jól fer ég að spá í hvort ég eigi að nota möndlumjöl eða hakkaðar möndlur, hef alltaf notað hakkaðar, en finnst stundum eins og þær verði annaðhvort of mjúkar eða eins harðar og marengs 🤔.

    • Þetta er allt í lagi, ég er búin að lesa allar hinar ATH semdirnar hérna fyrir ofan 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.