Mexíkóskt burritogratín


Mexíkóskur matur er alltaf jafn vinsæll heima hjá okkur. Ég gerði þetta burritogratín í nýrri útgáfu. Ástæðan var einföld, ég uppgötvaði að hrísgrjónin voru búin en hins vegar átti ég perlukúskús. Það er eins og kúskús en kúlulaga, stærra og þykkara, með eins og pastaáferð. Afskaplega gott og í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum, sérstaklega krökkunum. Það kom afar vel út að nota perlukúskús í þennan rétt, ég held að ég taki það fram yfir hrísgrjónin. Perlukúskús er til í Hagkaup, Þinni verslun, hjá Tyrkneskum bazar og örugglega í fleiri verslunum en ég hef hvorki séð það í Krónunni eða Bónus enn.

Uppskrift:

  • 8 burrito eða tortilla pönnukökur
  • 1 krukka fajitasósa eða önnur salsasósa
  • 2-3 rauðar paprikur, skornar í bita
  • 1 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 500 gr kjúklingabringur, eða kjöt af heilsteiktum kjúkling
  • 2 dl hrísgrjón, ósoðin (ég notaði perlukúskús)
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 2-3 dl rifinn ostur
  • 1 lítil dós gular maísbaunir
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1-2 tsk sambal oelek
  • salt og pipar
  • paprikukrydd

Hrísgrjónin soðin. Bakarofn hitaður í 200 gráður. Kjúklingabringur skornar í litla bita. Kjúklingur, rauðlaukur og paprika steikt á stórri pönnu. Því næst eru soðnu hrísgrjónunum, maísbaunum, sambal oelek og salsasósunni bætt út í og látið malla í smá stund.

Pressuðum hvítlauk bætt við sýrða rjómann og hann bragðbættur með salti, pipar og parprikukryddi. Sýrðum rjóma smurt á hverja tortillu eða burrito pönnuköku fyrir sig. Því næst er ríflega helmingnum af kjúklingasósunni skipt á milli pönnukakanna, þeim rúllað upp og raðað í eldfast mót. Afgangnum af kjúklingasósunni er dreift yfir og ef afgangur er af sýrða rjómanum er honum dreift yfir kjúklinginn. Að lokum er rifnum osti dreift yfir réttinn og hann bakaður í ofni við 200 gráður í ca. 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og tekið lit. Borið fram með góðu salati. Einnig hægt að bjóða með réttinum meiri salsasósu, sýrðan rjóma og/eða guacamole.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.