Boozt


Hér á heimilinu er búið til boozt á hverjum degi en flest okkar drekka skyrboozt í morgunmat. Á milli mála geri ég oft spínatboozt, okkur stelpunum finnst það sérstaklega gott, strákarnir eru meira í skyrbooztinu. Það er þvílíkur munur á boozt gerðinni eftir að við fengum okkur almennilegan blender en fram af því höfðum við brætt úr nokkrum slíkum gripum! Blenderinn okkar ræður við hér um bil allt en fyrir þessa hefðbundnu blendera þá er mikilvægt að setja vökva fyrst, setja blenderinn af stað og leyfa klökum og frystum berjum eða ávöxtum að detta niður á hnífinn á meðan blenderinn er í gangi. Það má ekki setja frosið hráefni á botninn og setja svo blenderinn af stað, það er svona eins og að keyra bíl af stað í fjórða gír! 

Það er sérstaklega gaman að gera spínatboozt á sumrin þegar grænmetisræktunin er farin að gefa af sér. Núna þarf ég ekki að kaupa spínat heldur get náð mér í það úr garðinu daglega.

Uppskrift:

 • handfylli spínat
 • frosið mangó
 • vænn bútur af engifer
 • ávaxtasafi, ég nota Heilsusafa
 • banani


Elfar er sá sem drekkur mest af skyrboozti, hann byrjar alltaf daginn eldsnemma með boozti og tvöföldum espresso. Hann býr til stóran skammt af booztinu og gerir auka ,,to go“ glas fyrir mig. Ég er engin morgunmanneskja og þess síður morgunverðamanneskja! Þess vegna hentar mér mjög vel að taka glasið með mér í ræktina á morgnana, drekka helminginn á leiðinni á æfingu og restina eftir æfingu. Við notum ávallt og eingöngu hreint skyr en mismunandi frosin ber og ávexti. Til að þynna skyrbooztið notum við ávaxtasafa. Elfar hefur hins vegar verið að prófa sig áfram með annað, t.d. vatn eða mjólk til að minnka kolvetnin í drykknum.

Uppskrift: 

 • hreint skyr
 • frosin ber eða ávexti, t.d. jarðarber, bláber, hindber, mangó eða brómber.
 • banani
 • ávaxtasafi

5 hugrenningar um “Boozt

 1. Þetta hljómar vel eins og allt hér inni, en smá tips ég bý til svona boost líka úr því sem ég á hverju sinni en það sem ég geri til að losna við skyr og djús er að byrja á að búa til möndlumjólk,,, set möndluspæni í blandarann 2 hnefafylli og 2 glös af vatni,,, svo bara spínat, engifer og ber/banani kv Dagný

 2. Bakvísun: Uppáhalds í eldhúsinu | Eldhússögur

 3. Bakvísun: Pönnuköku-souffle | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.