Vinsælasti hádegismatur krakkana í sumarfríinu eru afar fljótlegar pizzur. Þá smyr ég burrito pönnukökur með pizzusósu, dreifi pepperoni eða skinku yfir ásamt osti og hita í pizzaofninum okkar.

En í framhaldinu af
crêpes-æðinu sem ríkir heima hjá mér þessa dagana ákvað ég hins vegar að prófa í hádeginu í gær franskar crêpes með eggjum, skinku og osti eins við fengum í Frakklandi. Sjúklega gott! Ég hrærði í crêpes deig sem ég er með uppskrift af
hér. Það þarf ekki að nota sérstaka crêpespönnu eins og ég er með. Þetta er hægt að gera á steikarpönnu með góðri teflonhúð eða á pönnukökupönnu.
Deiginu er ausið á pönnu, dreift um pönnuna og umfram deigi hellt af. Þegar pönnukakan er steikt á þeirri hlið er henni snúið við. Eftir ca. 30 sekúndur er pönnukakan brotin saman, egg sett yfir hana og dreift úr því með pönnukökuspaða (rauðan sprengd), egginu er ýtt aðeins út fyrir pönnukökuna (þeim megin sem pönnukakan er í boga). Því næst er skinku dreift yfir og svo rifnum osti, saltað og piprað eftir smekk.

Beðið í um það bil 30-60 sekúndur svo er pönnukökunni lokað frá báðum hliðum, sem sagt á móti hvor annarri. Að lokum er pönnukökunni snúið við lokaðri um það bil tvisvar fram og aftur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna vel. Borðið vel heitt og njótið!
Hér er hægt að sjá franskan fagmann að verki! 🙂
Líkar við:
Líka við Hleð...
Tengt efni
Bakvísun: Franskar Crêpes með Nutella og banönum | Eldhússögur
Bakvísun: Pepperóníbrauð | Eldhússögur