Grillbrauð


Síðasta kvöldið í sumarbústaðnum ákvað ég að reyna nýta afganga í kvöldmatinn. Fyrir utan ávexti og grænmeti átti ég einn pylsupakka en ekkert pylsubrauð. Ég ákvað því að búa til brauðdeig:

Uppskrift
 
6 dl hveiti
3 dl vatn
1 pk þurrger
2 msk ólífuolía
1 tsk sykur
1 tsk salt

Deig 
Hafið vatnið fingurvolgt. Olían sett út í volgt vatnið í skál, þurrgeri, sykri og salti blandað vel saman við hveitið og þurrefnunum loks hrært saman við vökvann. Hnoðið deigið þar til það verður slétt og samfellt. Látið deigið í hveitistráða skál og látið það lyfta sér á hlýjum stað í 1 klst. eða þar til það hefur tvöfaldað umfang sitt.

Bakstur 
Hnoðið deigið aftur og skiptið því í tvo hluta. Skiptið hvorum deighluta í 5-6 hluta og búið til pylsu úr hverjum þeirra sem síðan er vafið utan um grillspjót. Stráið örlitlu hveiti yfir deigspjótin og látið hvíla í 20 mín. á bakka eða plötu. Raðið deigspjótum á grillið og látið bakast þar til þau eru fallega steikt. Snúið spjótunum nokkrum sinnum þannig að úr verði 3-4 hliðar á hverju brauði. Bökunartíminn fer eftir glóðarhitanum í grillinu en þau eru fljót að bakast, u.þ.b. 2 mín. á hverri hlið við meðalhita. Úr uppskriftinni fást 10-12 smábrauð. Ég vafði sumum deighlutum upp á spjót en öðrum utan um pylsurnar. Einnig setti ég ólífur í sum brauðin.

Það þarf bara að passa að hafa grillið ekki á of háum hita, fylgjast vel með brauðinu og snúa því reglulega.

Úr þessu varð alveg ágætis máltíð! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.