Mín kæra vinkona Brynja kom í örstutta heimsókn til Íslands frá Stokkhólmi og við náðum að hittast í nokkrar mínútur á hlaupum. Af sinni alkunnu hugulsemi hafði hún rogast með stóran pakka á milli landa sem hafði að geyma fertugsafmælisgjöf til mín! Í pakkanum leyndist spennandi sænsk köku og tertu uppskriftabók ásamt dásamlega fallegum kökudisk. Bókin heitir Lomelinos Tårtor en höfundurinn heldur úti flottu matarbloggi á bæði sænsku og ensku: http://www.callmecupcake.se/ Gjöf sem hitti sannarlega í mark og ég hlakka mikið til að vígja hvor tveggja! 🙂
Krúttið þitt! Mikið er ég glöð að þér líkaði gjöfin. *smúts* ;o*
Bakvísun: Sushi salat | Eldhússögur
Bakvísun: Ostakaka með mangó og ástaraldin | Eldhússögur