Þessi kjúklingaréttur er klassískur og til í mismunandi útgáfum. Ég geri yfirleitt eftirfarandi útgáfu en nota það grænmeti sem ég á hverju sinni. Það er líka hægt að nota t.d. papriku, púrrlauk og aðrar grænmetistegundir.
Hráefni:
- Kjúklingabringur
- Mango Chutney
- 1 dós kókosmjólk
- 1 peli rjómi
- Rauðlaukur
- Hvítlaukur
- Sveppir
- Gulrætur
- Brokkolí
Meðlæti:
Hrísgrjón eða kúskús
- Ristað kókosmjöl
- Sýrður rjómi
- Niðursneiddir bananar
Aðferð:
Rauðlaukur og hvítlaukur sneiddur smátt og steiktur á pönnu. Hvítlaukur þarf styttri steikingartíma en laukur. Það er því best að byrja á lauknum, bæta svo hvítlauknum út í, hafa háan hita og steikja í ca. hálfa mínútu. Eftir það brennur hvítlaukurinn auðveldlega. Ég tek svo laukinn og hvítlaukinn af pönnunni á meðan ég steiki grænmetið og kjúklinginn til þess að brenna ekki laukinn.
Því næst steiki ég niðursneidda sveppi og gulrætur (líka gott að nota rauða papriku) og bæti svo kjúklingi út í.
Krydda með salti (kryddjurtasalt), pipar, basiliku, óregano og „Best á allt“ (Pottagaldrar).
Nú bæti ég lauknum aftur út í, 1 dós kókosmjólk, 1 pela rjóma (eða matreiðslurjóma) ásamt Mango Chutney.
Leyfi réttinum að malla um stund og bæti við kryddi eftir þörfum. Nokkrum mínútum áður er rétturinn er borinn fram bæti ég við fersku brokkolí. Ég vil að brokkolíið haldist stökkt auk þess vil ég ekki malla öllu hollu vítamínin úr því, þess vegna bæti ég út undir lokin.
Með þessu ber ég fram hrísgrjón eða kúskús, ristað kókosmjöl (ristað snöggt á heitri pönnu, sýrðan rjóma og niðursneidda banana ásamt fersku salati.
Frábær réttur sem allir voru ánægðir með. Ég er samt í vandræðum með hvað er hægt að nota í staðin fyrir gríska jógúrt og sýran rjóma sem er ekki með mjólk.
Gaman að heyra! Ég er því miður ekki inni í mjólkurlausum matvörum. Ég veit samt að að Svíþjóð var til sojajógúrt sem hægt var að nota í stað þess að nota sýrðan rjóma. En ég veit ekki hvort slík jógúrt er til hér á Íslandi.
Mmm þessi réttur var eldaður í kvöld. Krökkunum fannst hann líka góður og ég á meira að segja afgang fyrir lunch imorgon. Jeiiii😄👍