Sætar kartöflur með jurtasalti og blóðbergssírópi


IMG_4803*Í samstarfi við Urtu*

Í vor vann ég nokkrar uppskriftir fyrir fyrirtækið Urtu Islandica. Þau eru gera ákaflega spennandi hluti! Þau nota íslenskar jurtir og ber til að framleiða meðal annars salt, síróp og te. Ég hvet ykkur til að kíkja til þeirra í fallega húsið þeirra í Hafnarfirði, Gömlu matarbúðina við Austurgötu, og skoða þetta skemmtilega fjölskyldufyrirtæki og framleiðsluna þeirra. Vörurnar fást að auki í Hagkaup í Kringlunni.

IMG_4811

Ég hreinlega elska sætar kartöflur! Ég fæ ekki nóg af þeim en því miður eru börnin ekki eins hrifin, elsta dóttirin segist hafa borðað yfir sig af þeim og gefur þar með í skyn að móðirin hafi boðið aðeins of oft upp á sætar kartöflur sem meðlæti í gegnum tíðina .. sem ég bara skil ekki! 😉 Ég gæti nefnilega grínlaust borðað sætar kartöflur í hvert mál. Mér finnst mikilvægt að leyfa sætu kartöflunum að njóta sín í einfaldleika sínum þegar þær eru matreiddar og hér bjó ég til uppskrift þar sem mér finnst sætu kartöflurnar njóta sín fullkomlega. Ég notaði þær með ljúffengum fiskrétti (uppskrift kemur á bloggið innan skamms) og fannst þessi réttur algjört hnossgæti. Það væri örugglega dásamlega gott líka að nota þær með t.d. kjúklingi eða grillmat.

IMG_4775

Uppskrift:

  • 900 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar bita
  • 3 msk ólífuolía
  • svartur pipar
  • ca. 30 ml blóðbergssíróp
  • 100 g pekanhnetur
  • öræfa jurtasalt
  • fersk steinselja

Ofn hitaður í 210 gráður við undir- og yfirhita. Ólífuolíu, svörtum pipar og blóðbergssírópi blandað saman og dreift á ofnplötu klædda bökunarpappír. Bakað við 210 gráður í 25-30 mínútur. Þá eru sætu kartöflurnar teknar úr ofninum, pekan hnetunum blandað saman við þær ásamt öræfa jurtasalti og ferskri steinselju.

IMG_4791

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.