Caprese kjúklingur


img_3587

Í þessu vorveðri sem ríkt hefur undanfarið höfum við fjölskyldan verið upptekin af því að hugleiða hvernig við viljum verja sumarfríinu. Það varð ofan á að prófa húsaskipti. Við höfum reyndar gert húsaskipti allavega sex sinnum áður en þá alltaf við vinafólk. Núna skráðum við okkur á alþjóðlega húsaskiptasíðu. Þegar við skoðuðum heimilin á síðunni, sem eru út um allan heim, þá leið okkur dálítið eins og að koma að hlaðborði sem svignar af kræsingum. Það var um svo ótal margt að velja, marga áfangastaði og margskonar hús. Ég lá yfir síðunni kvöld eftir kvöld, skoðaði og spekúleraði. Eftir að hafa spáð í flug og fleira fórum við að senda öðrum fjölskyldum boð um skipti. Eftir ýmisskonar samningaviðræður enduðum við á því að festa húsaskipti við indæla fjölskyldu í Montpellier í Suður-Frakkalandi. Við munum eyða þar rúmum tveimur vikum í fallegu húsi með sundlaug. Á leiðinni heim ætlum við að stoppa nokkra daga í París og erum búin að bóka Airbnb íbúð þar. Við erum ákaflega spennt fyrir væntanlegu ferðalagi og hlökkum mikið til! 🙂

En að uppskrift dagsins sem er ofsalega einfaldur og góður kjúklingaréttur. Caprese er þekktur ítalskur réttur, oftast forréttur, með ferskum mozzarellaosti, tómötum, basiliku, ólífuolíu, salti og pipar. Hér eru þessi hráefni notuð með kjúklingi og úr verður fljótgerður og gómsætur kjúklingaréttur.

Uppskrift:

  • 4 kjúklingabringur
  • Pasta Rossa krydd frá Santa Maria (eða annað gott krydd)
  • salt & pipar
  • 2 msk ólívuolía
  • 4 hvítlauksrif (pressuð)
  • 250 g kokteiltómatar, skornir í tvennt
  • 1 msk balsamedik
  • ca. 20-30 g fersk basilika, laufin söxuð gróft.
  • 240 g ferskur mozzarella ostur (2 kúlur), skorinn í fremur þunnar sneiðar

Kjúklingabringurnar kryddaðar með pastakryddinu, salti og pipar. Um það bil 1 msk af olíu er hituð á pönnunni og kjúklingurinn steiktur báðum megin þar til hann hefur fengið góða steikingarhúð og er hér um bil steiktur í gegn. Þá eru kjúklingabringurnar veiddar af pönnunni og settar til hliðar. Því næst er 1 msk af olíu bætt á pönnuna og tómatar og hvítlaukur látið malla í ca. 5 mínútur ásamt balsamediki. Nú er basiliku bætt á pönnuna auk þess sem kjúklingabringurnar eru settar aftur á pönnuna. Mozzarellasneiðunum er raðað ofan á kjúklingabringurnar. Lok er sett á pönnuna og öllu leyft að malla í nokkrar mínútur þar til að kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn hefur bráðnað. Saltað og piprað við þörfum.

img_3572img_3583img_3591

 

2 hugrenningar um “Caprese kjúklingur

  1. Við fjölskyldan höldum áfram að fá dýrindis kvöldmat í boði uppskrifta frá þér 😉
    Maðurinn minn eldaði fyrir okkur í kvöld þennan rétt. Strákarnir okkar voru orðnir svo svangir svo við höfðum matinn aðeins fyrr en við ætluðum okkur. Við fullorðna fólkið vorum ekki þannig orðin svöng en það breyttist fljótt þegar lyktin af þessum rétti barst um húsið.
    Ég var farin að slefa og VÁ hvað þetta var ggggooooottttttt 😋😋😋😋😋😋

  2. Bakvísun: Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.