Heitur brauðréttur með kjúklingi og beikoni


IMG_1281

Um daginn ákvað ég að búa til brauðrétt og að nota í hann kjúkling fremur en hefðbundna skinku eða pepperóni. Úr varð afar ljúffengur og matarmikill brauðréttur sem hentar vel á fermingarhlaðborðin sem eru í vændum næstkomandi mánuð. Við erum boðin í þrjár fermingar nú um páskana sem mér finnst afar skemmtilegt. Þegar við bjuggum í Svíþjóð misstum við af öllum fermingarveislum hjá vinum og ættingjum og þegar ég flutti til Íslands, 36 ára gömul, hafði ég einungis farið í eina fermingarveislu frá því að ég var unglingur, það var hjá stjúpsyni mínum! 🙂 Ég kann því afar vel að meta að geta verið með og fagnað á tímamótum í lífi fólksins í kringum okkur. Maður áttar sig kannski ekki á því hversu dýrmætt það er fyrr en maður býr erlendis. En aftur að uppskriftinni! Ég mæli með því að þið prófið þennan brauðrétt, hann er gómsætur! 🙂

Heitur brauðréttur með kjúklingi og beikoni:
 • ca. 15 brauðsneiðar
 • 500 g kjúklingabringur eða lundir, skorin í bita (ég notaði Rose Poultry)
 • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
 • 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
 • ólífuolía og/eða smjör til steikingar
 • 1 msk kjúklingakraftur
 • 200 g Philadelphia ostur með papriku og lauki
 • 4-5 dl matreiðslurjómi
 • 1 msk sojasósa
 • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
 • salt & pipar
 • 200 g beikon
 • fersk steinselja
 • rifinn ostur
Ofn hitaður í 200 gráður. Mesta skorpan skorin frá brauðinu sem er síðan skorið í teninga og dreift á botn eldfasts móts. Kjúklingur, sveppir og laukur steikt á pönnu upp úr ólífuolíu og/eða smjöri. Þá er kjúklingakrafti bætt út á pönnuna. Því næst er Philadelphia osti, rjóma og sojasósu bætt út á pönnuna og sósan svo smökkuð til með heitu pizzakryddi, salti og pipar. Látið malla við vægan hita í smá stund, athugið að sósan á að vera þunn. Því næst er sósunni hellt yfir brauðið í eldfasta mótinu. Beikon er steikt og skorið í litla bita og dreift yfir sósuna. Þá er steinseljan söxuð smátt og henni dreift yfir beikonið. Að lokum er rifnum osti dreift yfir réttinn. Hitað í ofni í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur fengið góðan lit.
IMG_1288IMG_1291

8 hugrenningar um “Heitur brauðréttur með kjúklingi og beikoni

 1. Þú hefur fengið hugboð frá mér er að farað halda afmæli í byrjun apríl og langaði að gera nýjan brauðrétt. Var búin að hugsa að hafa þennan með dijon sinnepinu hann er svo ótrúlega góður, en ætlað prófa þennan virkar þvílíkt girnó 🙂

   • Þvílíkur réttur gerði tvö föt af honum og eg rétt náði að fá mér áður en hann kláraðist 😉
    Og var umtalað að þetta væri bara besti brauðréttur sem gestirnir höfðu smakka. Alveg ótrúlega góður .

   • En hvað það var gott að heyra! 🙂 Ég var einmitt að vona að fleirum en mér þætti þessi réttur góður og beið spennt eftir að fá komment til að komast að því. Ekki er ég hissa á það hafi verið frá þér, eins dugleg og þú ert nú að elda og baka héðan af síðunni! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!

 2. Sæl og bless. Smá athugasemd. Þú gleymdir að setja inn hvar sveppirnir koma inn í þetta, sennilega steiktir með í sósunni. Endilega settu inn hvar þeir eiga að vera. Fólk eins og ég sem er ekki mikið í eldhúsinu þarf að fá nákvæmar leiðbeiningar. Takk fyrir frábærar og girnilegar uppskriftir 🙂

 3. Bakvísun: Heitur brauA�rA�ttur meA� kjA?klingi og beikoni | Hun.is

 4. Bakvísun: Heitur brauA�rA�ttur meA� kjA?klingi og beikoni | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.