Rúllutertubrauð með pepperóni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum


IMG_0148Núna fer sumarfríinu senn að ljúka en þetta sumar er búið að vera einstaklega ljúft. Þar stendur upp úr frábær Ítalíuferð og vikuferð á Vestfirði með stórfjölskyldunni en mér finnst Vestfirðirnir fegurstir allra staða á Íslandi. Auk þess er veðrið búið að vera frábært sem hefur boðið upp á allskonar notalegheit hér í bænum, veitinga- og kaffihúsaferðir, hjólaferðir, gönguferðir, grillveislur og allskonar skemmtilegt. Þar að auki tók ég upp á nýrri iðju, sjósundi, sem mér finnst æðislegt og stefni á að halda áfram með í vetur.

Uppskriftin sem ég ætla að setja hér inn í dag er að rúllutertubrauði. Mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að búa til eitthvað úr því sem ég á í ísskápnum, tilfinningin er svo góð þegar manni tekst að vera nýtinn. Að þessu sinni nýtti ég nokkra sólþurrkaða tómata sem ég átti í krús, afgang af fetaostkubbi og fleira og úr varð ákaflega gott rúllutertubrauð sem ég bauð upp á í fjölskyldukaffi sem er við höfum flest alla sunnudaga.

Uppskrift:

  • 1 rúllutertubrauð
  • smjör og/eða olía til steikingar
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 1 púrrlaukur, skorinn í sneiðar
  • 1 bréf pepperóní (ca 150 g)
  • 1 pepperóníostur(150 g), sneiddur mjög smátt eða rifinn
  • 1/2 fetaostkubbur (ca 125 g), mulinn niður
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl svartar ólífur, saxaðar
  • 8 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • salt, pipar og gott krydd (ég notaði Pasta Rossa frá Santa Maria)
  • rifinn ostur
IMG_0144
Sveppir steiktir á pönnu upp úr smjöri og/eða olíu. þegar þeir byrja að taka lit er púrrlauk og pepperóní bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund. Því næst er pepperóníosti, fetaosti, rjóma, ólífum og sólþurrkuðum tómötum bætt á pönnuna og látið malla þar til osturinn er bráðnaður. Kryddað eftir smekk. Hellið blöndunni yfir rúllutertubrauðið, rúllið upp og dreifið rifnum osti yfir. Bakið við 200°C í um 20 mín. eða þar til osturinn hefur fengið góðan lit.
IMG_0146

3 hugrenningar um “Rúllutertubrauð með pepperóni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum

  1. Var með afmæli seinustu helgi og hafði þetta rúllutertubrauð 🙂
    Mjög gott og fór vel i gestina. Gerði svo eitt auka sem ég á inni frysti, svo gott að geta gripið í það ef maður vill bjóða uppp á eitthvað rosalega gott 😉

  2. Bakvísun: RA?llutertubrauA� meA� pepperA?ni, sveppum og sA?lA?urrkuA�um tA?mA�tum | Hun.is

  3. Bakvísun: RA?llutertubrauA� meA� pepperoni, sveppum & sA?lA?urrkuA�um tA?mA�tum | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.