Dandalakjúklingaréttur


IMG_6609Það eru til ótal kjúklingauppskriftir sem í er mangó chutney enda gerir mangómaukið sósuna með kjúklingnum ómótstæðilega. Ég er með þónokkrar slíkar uppskriftir á hér á síðunni og hér að neðan bætist ein afbragðsgóð í safnið. Ég skírði hana „dandalakjúklingarétt“ bara svona af því að orðið „dandala“ er svo skemmtilegt! 🙂 Á Austfjörðum (og kannski á fleiri stöðum?) talar fólk um dandalaveður þegar það er bongóblíða. Vissulega var ekki beint dandalaveður í dag en þó, börnin voru býsna glöð yfir snjónum og léku sér úti í allan dag. Ég bakaði hins vegar smákökur og játa blygðunarlaust að ég hlustaði á nokkur jólalög með MIchael Bublé á meðan – þetta lá bara einhvern veginn í loftinu í dag og svo eru nú bara 63 dagar til jóla! 🙂

Dandalakjúklingaréttur f. 3

 • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 • saltflögur og ferskmalaður svartur pipar
 • ólífuolía til steikingar
 • 1 msk fljótandi kjúklingakraftur (eða 1 teningur)
 • 1 msk sojasósa
 • 1-2 tsk minced hot chili frá Blue Dragon eða annað chilimauk
 • 1 púrrlaukur, skorinn í sneiðar
 • 1 paprika (til dæmis rauð og/eða gul) skorin í bita
 • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
 • 3 msk mango chutney

Kjúklingurinn skorinn í bita og kryddaður með salti og pipar. Þá er hann steiktur upp úr olíu á pönnu þar til hann hefur tekið góðan lit. Því næst er sojasósu, kjúklingakrafti, chilimauki bætt út í, lok sett á pönnuna og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Að lokum er púrrlauk, papriku, mango chutney og sýrðum rjóma bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur til viðbótar. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Dandalakjúklingaréttur

 

3 hugrenningar um “Dandalakjúklingaréttur

 1. Þessi var æðislegur. Ég sleppti chilimaukinu (nennti ekki að kaupa það) og setti smá chili explosion í staðinn, fólkið mitt gat ekkii hætt að borða 🙂
  Takk fyrir þetta!

 2. Rosalega góður og einfaldur réttur allir mjög ánæðir. Strákunum mínum fannst nafnið svo skemmmtilegt, voru alltaf að biðja mig um að segja það aftur og aftur 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.