Focaccia með hvítlauk og basiliku


IMG_6084Frábær helgi er að baki þar sem við nutum afar ljúffengs matar alla helgina. Eftir góða törn í garðvinnu á laugardaginn enduðum við úti að borða um kvöldið á Sjávargrillinu með góðum vinum. Þar fengum við dásamlega góðan mat í afar huggulegu umhverfi, ég mæli með þessum stað! 🙂 Í gær vorum við systkinin og fjölskyldur öll í mat hjá foreldrum mínum þar sem allir lögðu til eitthvað gott á kvöldverðaborðið. Ég gerði eftirrétt sem sló í gegn og fer því örugglega á bloggið við fyrsta tækifæri. Þessa ljúfu helgi enduðum við hjónin á bíóferð í gærkvöldi, sáum Edge of tomorrow og fannst hún stórgóð.

Um daginn bakaði ég ákaflega gott focaccia brauð og bauð stelpunum í saumaklúbbnum mínum. Mér finnst foccacia brauð svo góð og skemmtleg að baka. Bæði eru þau afar einföld og svo er hægt að gera svo mörg tilbrigði af brauðinu. Að þessu sinni gerði ég hvítlauks focaccia með ferskri basilku, dásamlega bragðgott brauð sem bragðast best nýbakað og volgt.

Uppskrift:

 • 1 pakki þurrger Kornax hveiti - blátt
 • 5 dl volgt vatn
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 msk sykur
 • 2 tsk salt
 • ca. 12 dl Kornax brauðhveiti (í bláu pökkunum)

Fylling:

 • 1 dl ólífuolía
 • 1 box (30 g) basilika, blöðin notuð
 • 2 stór hvítlauksrif, saxaður mjög fínt
 • 1/2 sítróna, skoluð vel og hýðið rifið fínt
 • maldon salt
 • grófmalaður svartur pipar

Þurrgerið er hrært út í vatnið ásamt sykri, salti og ólífuolíu. Hveitinu er því næst bætt út í og deigið hnoðað í hrærivél eða í höndunum þar till það verður slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast eða í um það bil 45-60 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð mjög vel með olíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Viskastykki lagt yfir og látið hefast í um það bil 30 mínútur. Á meðan er ofn hitaður í 250 gráður og fyllingin undirbúin.

Fylling:  Ólífuolíu og basiliku er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Því næst er hvítlauk og sítrónuhýði bætt út í. Smakkað til með salti og pipar.

IMG_6075

Þegar brauðið hefur lyft sér er fingri stungið í deigið og myndaðar holur hér og þar. Fyllingunni er dreift jafnt yfir allt brauðið og bakað í miðjum ofni við 250°C í ca. 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallega brúnt.

IMG_6085IMG_6092

3 hugrenningar um “Focaccia með hvítlauk og basiliku

 1. Vá hvað þetta brauð er gott og ekki skemmir fyrir hversu einfalt það er. Á alveg pottþétt eftir að baka það oft .

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.