Jimundur minn hvað ég er spennt að tilkynna vinningshafann í fyrsta leik, en örugglega ekki síðasta, leik Eldhússagna! Ég held að flestum okkar líði alltaf eins og við vinnum aldrei neitt en núna snérist allavega lukkan við hjá einum af þeim 58 sem tóku þátt í leiknum. Ég vildi hafa þetta svolítið alvöru, draga nafnið upp úr potti (eða Margarethu skál réttara sagt – hún var fallegri en pottur! 😉 ). Ég fékk hann Vilhjálm minn með mér í verkið og Óliver vinur hans var regluvörður. Ég ákvað að prófa að setja inn myndband af útdrættinu, ég vona að það virki!
Gjafabréf í heilsumat hjá Heilsuborg hlýtur Áslaug Bragadóttir! Til hamingju Áslaug! 🙂 Ég mun hafa samband við þig í gengum Facebook. Nú getur Áslaug heimsótt Heilsuborg og fengið heilsumat hjá því frábæra fagfólki sem þar starfar! 🙂
Hmm … eitthvað er vídeóið að stríða mér, ég þarf að skoða það betur!
Hann heitir Oliver með o-i! 🙂